Leikur ársins!
Það fer ekki á millli mála að leikur Liverpool og Luton Town í 3. umferð F.A. bikarsins er leikur ársins það sem af er. Leikurinn bauð upp á allt sem góðir bikarleikir geta hugsanlega boðið upp á. Mörkin urðu átta, fjölmörg marktækifæri fóru í súginn og bæði lið léku sóknarknasspyrnu eins og hún gerist hvað skemmtilegust. Alan Hansen fyrrum leikmaður Liverpool, sem var að vinna á leiknum fyrir BBC, segir hér skemmtilega frá honum.
"Leikur Liverpool og Luton þar sem Liverpool hafði á endanum 5:3 útisigur, bauð upp á allt. Það besta var að maður átti von á mörkum allan leikinn. Meira að segja þegar staðan var orðin 3:4. Þetta var sígildur leikur. Luton lék frábærlega og þeir skoruðu mjög falleg mörk. Jafnvel á 93. mínútu leiksins þegar Luton fékk horn, þegar markvörðurinn fór fram, hugsaði ég með mér að þeir gætu skorað. En svo var það Xabi Alonso sem skoraði af sextíu metra færi. Hreint út sagt ótrúlegt.
Allir sem sáu leikinn og þar með taldir stuðningsmenn beggja liða hafa verið í góðu skapi eftir leikinn. Hraðinn og krafturinn var magnaður. Það eina sem olli vonbrigðum var að annað liðið skyldi þurfa að tapa leiknum. Mike Newell og menn hans eiga mikið hrós skilið. Liðið hans Mike lék stórkostlega knattspyrnu og leikmenn liðsins gáfu sig alla í leikinn. Liverpool á líka mikið hrós skilið fyrir endurkomu sína. Á síðasta ári hefði liðið tapað leiknum.
Ég var í sjónvarpsmyndverinu að lýsa leiknum og stuðningsmenn Luton létu mig aldeilis heyra það. En þeir gerðu það á skemmtilegan hátt! Þegar staðan breyttist í 2:1 og svo í 3:1 sungu þeir "Hansen, Hansen! Hvað er staðan?" Þetta var mjög skemmtilegt og um leið réttu þeir upp þumalfingurinn. Stuðningsmennirnir gátu séð mig Ian Wright og Gary Lineker. Þegar annað og þriðja markið kom voru þeir ekki að öskra á leikmennina heldur á mig. En þetta var allt í gamni gert og við hlógum líka."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!