Hvern langar að eignast peysuna hans Jerzy Dudek?
Hvern langar að eignast treyjuna sem Jerzy Dudek lék í gegn AC Milan í Istanbúl í vor? Jú, það er verið að tala um sjálfa treyjuna sem Pólverjinn klæddist þegar hann tryggði Liverpool Evrópubikarinn í fimmta sinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni svo ekki sé minnst á hina stórfenglegu tvöföldu markvörslu frá Andreiy Schevchenko undir lok framlengingarinnar! Jú, hvort sem menn trúa því eða ekki þá er möguleiki á að eignast þessu sögufrægu treyju. Ástæðan er sú að Jerzy ákvað að bjóða peysuna upp. Það hvarflaði reyndar ekki að honum að gera peysuna að féþúfu fyrir sjálfan sig. Sú upphæð sem treyjan góða gefur af sér gengur óskipt til sjúkra barna í Póllandi. Það er ekki að spyrja að hjartalagi heiðursmannsins Jerzy Dudek.
Þeir sem vilja bjóða í treyjuna góðu geta komist inn á pólska vefsíðu, þar sem uppboðið fer fram, í gegnum hina opinberu heimasíðu Liverpool. Það kemur ekki að sök þótt menn kunni ekki pólsku því það fylgja leiðbeiningar á heimasíðu Liverpool. Þær eru á auðvitað á ensku en ættu að duga.
Uppboðið stendur nú yfir og það munu vera þrír dagar eftir af því. Það er því ekki eftir neinu að bíða ef menn hafa áhuga. Það besta við þetta mjög svo þakkarverða framtak Jerzy er að peningarnir munu fara þangað sem þeir koma örugglega í góðar þarfir.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna