Mark spáir í spilin
Það stendur mikilvægur leikur fyrir dyrum á morgun þegar Tottenham Hotspur tekur hús á Evrópumeisturunum. Mikilvægi leiksins felst auðvitað mest í því að litlu munar á liðunum tveimur. Liverpool má ekki við því að misstíga sig í leiknum. En hverju geta menn átt von á? Spurs er með harðskeytt lið en liðið á það til að missa flugið líkt og það gerði þegar Leicester City vann góðan sigur á því í F.A. bikarnum um síðustu helgi. En í næsta leik á undan vann liðið góðan útisigur gegn Mancester City. Það er því ekki gott að reikna liðið út.
Liverpool tók auðvitað þátt í leiks ársins um síðustu helgi. Liðið sló Luton Town 5:3 út úr bikarkeppninni en vörn liðsins hefur ekki verið verri í manna minnum. Að minnsta kosti hafa þeir Sami Hyypi og Jamie Carragher ekki lent í öðru eins frá því þeir hófu samstarf sitt í hjarta varnar Liverpool vorið 2004. En við verðum að vona að þeir verði sjálfum sér líkir á morgun. Rafael Benítez hefur fegnið þráj nýja menn til liðs við sig á nýja árinu. Hollendingurinn Jan Kromkamp lék síðustu mínúturnar gegn Luton og ekki er ólíktlegt að hann verði í leikmannahópnum á morgun. Ólíktlegt verður að telja að Daninn Daniel Agger komi við sögu því hann mun ekki vera í neinni leikæfingu. Ekki þarf að reikna með að nýji markvörðurinn David Martinn verði í sviðsljósinu. Svo er bara að sjá hvort Jerzy Dudek verður á bekknum!
Liverpool v Tottenham Hotspur
Ég er búinn að sjá tvo síðustu leiki Tottenham þegar þeir léku á útivöllum gegn Manchester City og Leicester. Með hliðsjón af þeim leikjum verð ég að segja að ég hallast að sigri Liverpool. Það skiptir miklu fyrir Spurs að þeir Edgar Davids og Ledley King verði leikfærir því þeirra og manna á borð við Mido er saknað þegar þeir eru ekki í liðinu.
Liverpool tók þátt í þessum frábæra bikarleik í Luton. Það fékk liðið á sig mörk og það er ólíkt þeim. En það er nauðsynlegt að komast niður á jörðina af og til. Liðið sýnist sterkt um þessar mundir.
Úrskurður: Liverpool v Tottenham Hotspur 2:1.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!