| Grétar Magnússon
TIL BAKA
John Arne Riise vill ekki vera næstbestur
John Arne Riise hafði þetta um málið að segja: ,,Við lítum vel út þessa stundina. Við erum með slatta af stigum, eigum tvo leiki til góða en maður vill frekar hafa stigin örugg heldur en að eiga það eftir að spila leikina."
,,Það mikilvægasta er að við höldum áfram að vinna. Ef það tekst þá verðum við að vona að Chelsea misstígi sig. Ég vil alls ekki viðurkenna að leikurinn á sunnudaginn sé úrslitaleikur um 2. sætið í deildinni. Við erum ennþá að reyna að vinna hvern einasta leik og vonum ennþá að við getum náð Chelsea."
,,Það voru nokkrir leikir í fyrra þar sem við náðum ekki að saxa á forskot liðanna fyrir ofan okkur. Það hefur breyst á þessu tímabili eins og margt annað."
,,Við vissum að Manchester United unnu ekki sinn leik á laugardaginn. Það var því mjög mikilvægt að við náðum að minnka forskot þeirra enn frekar. Það að við erum nú að nýta öll tækifæri sem gefast sýnir að við erum betra lið en áður."
Um leikinn við United sagði Jjohn Arne: ,,Við erum alls ekki að hugsa um jafntefli, við hugsum aldrei þannig. Við vitum að United eru með gott lið og það verður erfitt að vinna þá. Við höfum viku til að undirbúa okkur og fókusa á leikinn og við förum ekki á leikinn til að skemmta okkur. Sjálfstraustið er mikið og við leggjum hart að okkur. Enginn er að gleyma sér í gleði yfir velgengninni. Við mætum á Old Trafford til þess að spila eins vel og við höfum gert í undanförnum leikjum."
,,Það mikilvægasta er að við höldum áfram að vinna. Ef það tekst þá verðum við að vona að Chelsea misstígi sig. Ég vil alls ekki viðurkenna að leikurinn á sunnudaginn sé úrslitaleikur um 2. sætið í deildinni. Við erum ennþá að reyna að vinna hvern einasta leik og vonum ennþá að við getum náð Chelsea."
,,Það voru nokkrir leikir í fyrra þar sem við náðum ekki að saxa á forskot liðanna fyrir ofan okkur. Það hefur breyst á þessu tímabili eins og margt annað."
,,Við vissum að Manchester United unnu ekki sinn leik á laugardaginn. Það var því mjög mikilvægt að við náðum að minnka forskot þeirra enn frekar. Það að við erum nú að nýta öll tækifæri sem gefast sýnir að við erum betra lið en áður."
Um leikinn við United sagði Jjohn Arne: ,,Við erum alls ekki að hugsa um jafntefli, við hugsum aldrei þannig. Við vitum að United eru með gott lið og það verður erfitt að vinna þá. Við höfum viku til að undirbúa okkur og fókusa á leikinn og við förum ekki á leikinn til að skemmta okkur. Sjálfstraustið er mikið og við leggjum hart að okkur. Enginn er að gleyma sér í gleði yfir velgengninni. Við mætum á Old Trafford til þess að spila eins vel og við höfum gert í undanförnum leikjum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan