Zak vill gera félögum sínum grikk
Það verður ekki nein þörf á á brýna Zak Whitbread í kvöld þegar hann kemur til Liverpool með Millwall. Zak og félagar spila þar gegn Everton í aukaleik í 3. umferð F.A. bikarkeppninnar. Fyrri leik liðanna í Lundúnum lauk með 1:1 jafntefli. Zak naut þess að takast á við Duncan Ferguson í fyrri leik liðanna og hinn ungi miðvörður þurfti sannarlega að taka á öllu sínu í viðureign við Skotann.
En það er ekki að spyrja að áhuga Liverpool búa á knattspyrnu og Zak hafði nóg að gera, fyrir fyrri leikinn, að útvega vinum sínum miða. Það er þeim vinum sínum sem halda með Everton! En það er ljóst að Zak ætlar ekki að gera þessum vinum sínum neinn greiða í kvöld. Þvert á móti vill að leggja sitt af mörkum til að slá Everton úr leik í keppninni.
"Ég hlakka til leiksins. Ég er leikmaður Liverpool og stuðningsmaður liðsins. Það er því frábært að eiga þess kost að hjálpa til við að slá Everton út úr bikarnum. Ég hefði virkilega gaman af því. Það komu nokkrir vinir mínir, sem eru stuðningsmenn Everton, frá Merseyside, að horfa á fyrri leikinn. Þeir báðu mig um að skora sjálfsmark! En mér fannst að ég næði að standa mig þokkalega og ég myndi fyrir alla muni vilja vinna aukaleikinn. Þessi leikur hefur sérstakt gildi fyrir mig því ég bý á norðvestur svæðinu. Ég kannast því við og skil vel ríginn milli Liverpool og Everton."
Þá er bara að vona að Zak gangi vel í kvöld og honum verði að ósk sinni. Það er að minnsta kosti ljóst að hann ætlar ekki að gera þeim vinum sínum sem styðja Everton neinn greiða. Það verður í mesta lagi að hann verði þeim innan handar um miða á leikinn! En hann ætlar að minnsta kosti að gera sitt besta til að reyna að slá uppáhladslið vina sinna úr bikarkeppninni.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!