Rafa mjög vonsvikinn eftir tapið
Rafael Benitez gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Manchester United í dag eftir sigurmark í uppbótartíma.
Benitez sagði að Liverpool hefði verið það lið sem bjó til betri marktækifæri og bætti við að þetta væru ein af stærstu vonbrigðum tímabilsins hingað til.
Benitez sagði: ,,Þegar maður fær á sig mark á lokamínútunni gegn erkifjendum þegar maður er að reyna komast í annað sæti er maður vonsvikinn."
,,Við stjórnuðum leiknum og gerðum vel í því að halda boltanum og spila með góðum skyndisóknum, en að tapa með marki eftir aukaspyrnu á loka mínútunni er mjög svekkjandi. Alltaf eru það litlu atriðin sem geta skipt öllu máli."
,,Við áttum færi til að klára leikinn. Cissé fékk algjört dauðafæri þegar hann var einn fyrir framan opið mark og ekki undir neinni pressu. Við verðum að klára þau færi sem við sköpum okkur. Allt sem við getum gert núna einbeita okkur að næsta leik. Ég er ekki að horfa á stigatöfluna núna og mínar einu áhyggjur eru liðið og hvernig við erum að bæta okkur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!