Hvergi deigur
Tapið á Old Trafford í gær batt enda á tólf leikja rispu Liverpool án taps í deildinni. Jamie Carragher, sem lék mjög vel í vörn Evrópumeistaranna, er hvergi deigur þrátt fyrir hið ósanngjarna tap. Honum finnst að Liverpool sé á réttri leið og hann telur að liðið sé miklu betra en fyrir ári.
,,Auðvitað er ég mjög vonsvikinn eftir að hafa tapað svona stórleik. En við getum litið til margra jákvæðra hluta úr leiknum. Þegar maður lítur á stöðuna í stærra samhengi þá geti þið verið viss um að Sir Alex Ferguson myndi frekar vilja vera í okkar stöðu. Við eigum enn tvo leiki til góða og við erum enn með í Meistaradeildinni. Við erum ennþá í bestu stöðunni til að klekkja á Chelsea og við eigum enn möguleika á að vinna stærstu titlana sem enn eru í boði.
Við vorum aldrei í vandræðum í öllum leiknum þar til kom að síðustu mínútunni. Margt bendir til góðar tíðar framundan. Allir strákarnir eru miður sín. Við stjórnuðum leiknum. En ef ég lít tólf mánuði aftur í tímann til leiksins þegar við töpuðum fyrir Southampton þá er það augljóst að það er gríðarlegur munur á liðinu frá því þá. Við getum litið á marga jákvæða hluti.
Það hvernig þeir fögnuðu í lokin sýndi hversu sigurinn var þeim mikils virði. Sérstaklega þegar haft er í huga að í raun og veru þá var þarna leikið um annað sætið. Ég er ekki tapsár því ég er viss um að við hefðum líka fagnað svona. En þetta sýnir að þeir hafa miklu meiri áhyggjur af okkur hvað deildina varðar en þeir hafa haft um nokkurt skeið."
Jamie var í dag gerður að heiðursborgara í Sefton sem mun vera einn af úthverfisbæjum Liverpool. Þar eru heimaslóðir Jamie og hann hefur lagt mikið til góðgerðarmála þar. Aðeins einn annar aðili hefur verið áður verið gerður að heiðursborgara í Sefton.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!