Mark spáir í spilin
F.A. bikarkeppnin heldur áfram um þessa helgi. Liverpool leikur síðasta leik umferðinnar þegar liðið leikur gegn Portsmouth undir kvöld á sunnudaginn. Sú ráðstöfun á leika þennan leik á þeim tíma er auðvitað gersamlega út í bláinn eins og Ian Rush gerði að umtalsefni í pistli vikunnar. Af hverju var ekki hægt að hafa leikinn sólarhring fyrr? Leiknum lýkur ekki fyrr en um klukkan átta og þá þurfa hjarðir stuðningsmanna Liverpool að koma sér heim. Það tekur þó nokkra klukkutíma því það er nokkuð langt að fara frá Portsmouth norður til Liverpool. Það er því eins víst að margir stuðningsmenn Liverpool verði ekki búnir að sofa mikið þegar þeir koma í vinnuna á mánudagsmorguninn. En vonandi vakna þeir glaðir!
Nú gefst tækifæri til hefnda. Liðin mættust síðast í F.A. bikarnum leiktíðina 2003/04. Liðin drógust saman á Anfield Road og allt leit út fyrir sigur Liverpool þegar Michael Owen skoraði strax á annarri mínútu. En gestirnir jöfnuðu og því þurfti aukaleik á Fratton Park. Í þeim leik gekk allt á afturfótunum. Michael Owen mistókst að skora úr vítaspyrnu þegar staðan var markalaus og það endaði með því að Porstmouth náði að skora og slá Liverpool úr keppninni. Gerard Houllier og menn hans máttu þola gríðarlega gagnrýni eftir þennan leik.
Betur gekk vorið 1992 þegar Liverpool og Portsmouth mættust í undanúrslitum F.A. bikarsins. Portsmouth lék þá í næst efstu deild og Liverpool mátti hafa sig alla við að komast í úrslitaleikinn. Það þurfti aukaleik og vítaspyrnukeppni. Það var í fyrsta sinn sem undanúrslitaleikur í keppninni var útkljáður í vítaspyrnukeppni. En Liverpool komst í úrslit og vann Sunderland 2:0 á aldarafmæli félagsins. Þetta var eini titilinn sem Graeme Souness vann á stjórnartíð sinni.
Portsmouth v Liverpool
Ég sé ekkert annað í spilunum en að Liverpool vinni þennan leik. Eftir tap Portsmouth á útivelli gegn Birmingham í síðustu viku þá held ég að menn þar á bæ muni ekki taka það svo mjög nærri sér ef liðið fellur út úr bikarkeppninni. Ástæðan er sú að ég held að aðalamarkmið liðsins verði nú að halda sæti sínu í Úrvalsdeildinni.
Úrskurður: Portsmouth v Liverpool. 0:2.
Fyrri rimmur í F.A. bikarnum
5. apríl 1992. Undanúrslit, Liverpool 1-1 Portsmouth. Leikið var á Highbury. Leikurinn var framlengdur. Darren Anderton kom Portsmouth yfir í framlengingu en Ronnie Whelan náði að jafna í lok hennar.
13. apríl 1992 Aukaleikur í undanúrslitum, Liverpool 0-0 Portsmouth. Leikið var á Villa Park. Leikurinn var framlengdur. Liverpool vann 3:1 í vítaspyrnukeppni.
15. febrúar 2004. 5. umferð. Liverpool 1-1 Portsmouth. Michael Owen kom Liverpool yfir eftir aðeins 69 sekúndur. Það var 150. mark hans fyrir Liverpool.
22. febrúar 2004. 5. umferð aukaleikur. Portsmouth 1-0 Liverpool. Shaka Hislop varði vítaspyrnu frá Michael Owen.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur