Xabi segir að leikmenn Liverpool vilji fyrir alla muni vinna F.A. bikarinn
Xabi Alonso segir að leikmenn Liverpool vilji fyrir alla muni vinna F.A. bikarinn í vor. Aðalástæðan fyrir ákveðni leikmannanna er tapið fyrir Burnley á síðustu leiktíð. Nú vilja menn bæta fyrir hið hroðalega brottfall á síðustu leiktíð. Xabi hefur nú þegar lagt sitt af mörkum til að bæta fyrir tapið með tveimur mörkum gegn Luton í síðustu umferð.
,,Þegar við töpuðum þá áttaði ég mig ekki alveg á mikilvægi bikarkeppninnar og hvaða þýðingu keppnin hefur fyrir fólk. Þetta er F.A. bikarinn sagði fólk í borginni. Þið hefðuð aldrei átt að tapa þessum leik. Fólk sagði að það hefði ekki ekki verið ásættanlegt fyrir Liverpool að falla úr keppninni við fyrstu hindrun. Ég var eiginlega undrandi á þessum djúpu tilfinningum. En ég get að minnsta kosti lofað stuðningsmönnum okkar því að við munum gera okkar allra besta til að svona fari ekki aftur. Við erum harðákveðir í að vinna bikarinn ef við mögulega getum. Mér finnst að besta aðferðin við að gleyma því sem gerðist gegn Burnley væri að fara með stuðningsmönnum okkar eins langt í keppninni eins og við getum."
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur