David Raven í lán yfir Mersey
Bakvörðurinn efnilegi David Raven hefur verið lánaður yfir Meseyána. Liverpool hefur lánað hann til Tranmere Rovers og verður hann þar til lokadags maímánaðar. David hefur aðeins leikið einn leik á þessari leiktíð og var það Deildarbikarleikurinn illræmdi gegn Crystal Palace. Hann hefur fram að þessu leikið fjóra leiki með aðallliði Liverpool. Á þessari leiktíð hefur hann verið fyrirliði varaliðsins og staðið sig vel í því liði.
David hefur leikið með flestum yngri landsliðum Englands og hefur gjarnan verið fyrirliði liðanna. Hann þykir einn af efnilegustu varnarmönnum á Englandi en það á eftir að koma í ljós hvort hann kemst að í aðalliði Liverpool. Vonandi nær hann að auki við reynslu sína hjá Tranmere og koma til baka sem sterkari leikmaður.
Tranmere Rovers er staðsett hinu megin árinnar Mersey. Fjölmargir leikmenn Liverpool hafa leikið með Tranmere í gegnum árin. Hjá Tranmere leika nú tveir fyrrum leikmenn Liverpool. Jason McAteer er á annarri leiktíð sinni hjá liðinu. Hinn er Gareth Roberts sem varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 1996. Hann er búinn að leika lengi með Tranmere. Hann lék reyndar aldrei með aðalliði Liverpool en komst á bekkinn í þrígang og sat þar með Hauki Inga Guðnasyni. Gareth er fastamaður í landsliðshópi Wales. Tranmere er nú um miðja aðra deild.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!