Florent Sinama Pongolle í lán
Enn lánar Liverpool leikmann. Í dag, á síðasta degi félagaskiptatímabilsins, var Florent Sinama Pongolle lánaður til Blackburn Rovers. Frakkinn ungi verður hjá Blackburn út maí en þá kemur hann að öllu óbreyttu aftur til Liverpool. Hann er búinn að leika sextán leiki með Liverpool á þessari leiktíð og skora þrjú mörk. Skemmst er að minnast frábærrar innkomu hans gegn Luton Town í F.A. bikarnum þegar hann skoraði tvö mörk á skömmum tíma. Mörkin lögðu grunn að 5:3 sigri Liverpool. Florent skoraði líka mjög mikilvægt mark Meistaradeildinni í útileiknum við Real Betis. Hann kom þá Liverpool á bragðið strax eftir 85 sekúndur. Liverpool vann 2:1 sigur sem gaf tóninn fyrir sigur í riðlinum. Mörkin hans þrjú hafa því verið mjög mikilvæg. Alls hefur Frakkinn leikið 65 leiki og skorað níu mörk fyrir Liverpool.
Florent fylgir nú í lán í kjölfar þeirra Neil Mellor, Darren Potter og David Raven sem báðir voru lánaðir nú eftir áramótin. Neil fór til Wigan Athletic, Darren til Southampton og David til Tranmere Rovers. Fyrir leiktíðina voru svo Anthony Le Tallec og Chris Kirkland lánaðir. Persónulega þá kemur það mér nokkuð á óvart að Florent skuli vera lánaður. Sóknarmenn Liverpool hafa ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum og enginn þeirra, utan Florent, hafa skorað hingað til á árinu. Auðvitað hefur Robbie Fowler bæst í hópinn en það á eftir að koma í ljós hvernig honum gengur að koma sér á skrið. Það gæti því komið í bakseglin að lána Florent ef meiðsli eða önnur óáran herja á sóknarmennina. Vissulega hefur Florent ekki skorað mikið frá því hann kom til Liverpool. En hann hefur ekki alltaf fengið tækifæri á að leika í sókninni. Oft hefur hann leikið í stöðu útherja. En það góða við lánið til Blackburn er það að hann gæti fengið fleiri tækifæri og þá kemur kannski betur í ljós hvað býr í honum.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!