Macca getur varla beðið
Steve McManamann er í skýjunum fyrir hönd vinar síns Robbie Fowler. Macca getur varla beðið eftir því að heyra stuðningsmenn Liverpool bjóða Robbie aftur velkominn til leiks á Anfield og helst vill hann að það verði í kvöld. Hann er ekki einn um að bíða spenntur.
,,Það er búin að bera mikil stemmning í borginni eftir að fréttir bárust um að Robbie félagi minn væri aftur kominn til Liverpool Football Club. Ég veit bara að ég get ekki beðið eftir að heyra The Kop taka á móti Guði á Anfield í kvöld. Ég er í skýjunum yfir því að hann skuli klæðast rauðu peysunni aftur. Ég er viss um að hann verður á bekknum og hann hlýtur að eiga góða möguleika á að koma inn á. Liverpool hefur ekki fengið hann til félagsins til að nota hann ekkert. Hann er búinn að skora nokkur frábær mörk upp á síðkastið. Hann er mjög spenntur eins og má ímynda sér.
Rafael Benítez hefur sagt að hann hafi fyrst fengið hugmyndina um að fá hann aftur til félagsins þegar hann hitti mig og Robbie á bar einum eftir að Liverpool vann sigur á Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í maí. Við vorum að fagna sigrinum með stuðningsmönnum Liverpool á Pan American barnum niðri við Albert Dock.
Ég kynntist Rafa þegar ég lék með Real Madrid og hann var stjóri hjá Valencia. Hann nýtur þess að tala um fótbolta. Það sést vel á því að fimm mínútum eftir að hafa komið liðinu sínú í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá var hann farinn að hugsa um hvernig hann gæti bætt liðið. Ég man ekki hvaða orð féllu sem gáfu til kynna að hann hefði áhuga á að fá Robbie til baka. Kannski fékk hann hugmyndina þegar Robbie var lagstur á hnéin fyrir framan hann!"
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!