Mark spáir í spilin
Enn og aftur er meistararimma milli Liverpool og Chelsea í uppsiglingu. Þetta er fjórða rimma liðanna á leiktíðinni. Í þeim rimmum hefur ekki verið gerfin ensk tomma hvað þá sentimeter eftir. Evrópu- og Stóbikarmeistararnir höfðu betur í Meistaradeildarrimmunum. Reyndar lauk þeim báðum án marka en Liverpool vann riðilinn sem liðin voru í. En Englands- og Deildarbikarmeistararnir unnu stóran sigur í Liverpool í fyrri deildarleiknum og því á Rauði herinn harma að hefna.
Síðustu tveimur heimsóknum Liverpool á Brúna hefur lokið án marka og verður það að teljast gott. En sigrar Liverpool þar eru í fágætara lagi. Staðreyndin er sú að Liverpool hefur aðeins unnið einn leik þar frá því liðið varð síðast enskur meistari. Hver man ekki eftir því þegar Bruno Cheyrou skoraði sigurmark Liverpool þar fyrir tveimur árum? Það var eftirminnilegt mark! En ef Liverpool á að eiga raunhæfa möguleika að ná Chelsea fyrir vorið þarf liðið að vinna sigur á sunnudaginn. Reyndar telja margir sparkspekingar að Chelsea sé nú þegar búið að vinna mótið. En það er ekkert búið fyrr en það er búið.
Liverpool hefur nú leikið tvo deildarleiki í röð án sigurs. Í raun hefði liðið átt að vinna þá báða en veikleiki liðsins um þessar mundir er að sóknarmenn liðsins eru ekki á skotskónum. Aðeins Florent Sinama Pongolle, af sóknarmönnum liðsins, hefur skorað á árinu og nú er hann farinn í lán. Margir binda vonir við Robbie Fowler en það stendur, í bili, fremur upp á þá Peter, Fernando og Djibril að skora. Hugsanlega hreyfir endurkoma Guðs við þeim félögum. En marksækni sóknarmanna liðsins þarf að komast í lag ef Liverpool á að halda sínu striki.
Chelsea v Liverpool
Mér finnst að jafntefli skíni í gegn. Ástæðan er sú að liðin eru svo jöfn. Bæði eru með sterka miðju. Liverpool mun ekki hætta miklu í sókninni og vörnin hjá Chelsea er mjög sterk. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja þetta en Chelsea saknar Didier Drogba. Mér finnst hann ekkert sérstaklega góður leikmaður. En sökum þess hversu sterkur hann er þá fer mikið fyrir honum. Það virðist vanta svolítið upp á kraftinn í leik Chelsea núna.
Úrskurður: Chelsea v Liverpool. 1-1.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!