Ekkert gekk á Brúnni
Liverpool mátti sætta sig við 2:0 tap á Brúnni í dag eftir að hafa leikið lengst af vel í leiknum. En líkt og í fyrri deildarleik liðanna í Liverpool þá notfærðu Englandsmeistararnir sér mistök andstæðinga sinna vel. Englands- og Deildarbikarmeistararnir stigu með sigrinum stórt skref að því að verja deildartitil sinn. Liverpool hefði ekki þurft að tapa leiknum en líkt og í síðustu leikjum þá náði liðið ekki að skora þegar það hafði góð tök á leiknum. Liverpool er nú aðeins með eitt stig úr síðustu þremur deildarleikjum og liðið verður að fara að koma gengi sínu á rétta braut að nýju.
Evrópumeistararnir hófu leikinn vel og voru ákveðnari langt fram í hálfleikinn. Peter Crouch fékk tvö skallafætri en náði ekki að koma góðum sköllum á markið. En eins og svo oft áður þá refsuðu leikmenn Chelsea fyrstu mistökum andstæðiinga sinna. Á 35. mínútu náði Ricardo Carvalho að skalla hornspyrnu í átt að markinu. Þar fékk félagi hans úr vörninni William Gallas boltann óvaldaður og skoraði af markteig. Líkt og í síðustu leikjum var vörn Liverpool illa á verði eftir fast leikatriði. Rétt á eftir átti Joe Cole skot í hliðarnetið. Leikmenn Liverpool gáfu ekkert eftir og reyndu að jafna metin. En það er ekki neinn hægðarleikur að snúa á vörn Chelsea. Undir lok hálfleiksins var réttilega dæmt mark af Hernan Crespo.
Liverpool hóf síðari hálfleik af krafti og það var greinilegt að leikmenn liðsins ætluðu að gera allt til að jafna. Besta færið kom snemma í hálfleiknum þegar Petr Cech varði þrumuskot frá Steven Gerrard. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu en verkefnið var allt að því ofviða á 68. mínútu. Hernan Crespo slapp þá í gegnum vörn Liverpool og skoraði með nákvæmu skoti. Varnarlína Liverpool var ekki samstíga og því var Argentínumaðurinn ekki rangstæður. Hann var heldur ekki rangstæður litlu síðar þegar hann slapp í gegn og skoraði en línuvörðurinn gaf merki um rangstæðu. Ólán þessa dags var svo fullkomnað þegar Jose Reina var rekinn af velli eftir að Arjen Robben hafði sýnt leikaraskap þegar Spánverjinn rétt stjakaði við honum. Jerzy Dudek varði markið síðustu mínúturnar. En leikmenn Liverpool fóru vonsviknir af leikvelli eftir að hafa staðið sig lengst af vel.
Chelsea: Cech, Gallas, Ricardo Carvalho, Terry, Del Horno, Makelele (Diarra 84. mín.), Essien, Lampard, Joe Cole (Duff 74. mín.), Robben, Crespo og Duff (Guðjohnsen 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Cudicini og Huth.
Mörk Chelsea: William Gallas (35. mín.) og Hernan Crespo (68. mín.)
Gult spjald: Michael Essien.
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Warnock, Alonso, Sissoko (Cissé 74. mín.), Riise (Garcia 61. mín.),(Dudek 83. mín.), Kewell, Gerrard og Crouch. Ónotaðir varamenn: Morientes og Traore.
Rautt spjald: Jose Reina (82. mín.).
Gul spjöld: Luis Garcia og Xabi Alonso.
Áhorfendur á Stamford Brigde: 42.316.
Rafael Benítez var auðvitað óánægður eftir leikinn. ,,Við þurfum að skora fleiri mörk úr þeim færum sem við sköpum okkur. Við lékum vel í fyrri hálfleik en um leið og við gerðum mistökum gat Chelsea leikið eins og þeir vildu helst. Þeir eru með gott lið."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!