Í hnotskurn
Enn einu sinni leiddu Liverpool og Chelsea saman hesta sína. Tap á Brúnni. Enginn völlur hefur reynst Liverpool verr undanfarin ár. Þetta er leikur Liverpool og Chelsea í hnotskurn.
- Þetta var tólfta viðureign Liverpool og Chelsea frá því í maí 2003.
- Þetta var fjórða viðureign liðanna á þessari leiktíð.
- Báðum leikjum liðanna í Meistaradeildinni lauk með markalausu jafntefli. Liverpool hafði betur í Evrópuleikjunum því liðið vann riðil liðanna. En Chelsea vann báða deildarleikina.
- Á síðustu leiktíð vann Chelsea líka tvöfaldan sigur á Liverpool í deildinni. En Liverpool hafði betur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eins og allir muna.
- Liverpool hefur ekki gegnið jafn illa á neinum velli, undanfarin ár, eins og á Stamford Bridge. Liðið hefur nú tapað níu af síðustu tíu deildarleikjum þar og liðið hefur aðeins unnið einu sinni þar í síðustu sextán deildarleikjum.
- Liverpool hefur aðeins einu sinni unnið á Stamford Bridge frá leiktíðinni 1989/90 þegar liðið varð síðast enskur meistari. Bruno Cheyrou skoraði sigurmark Liverpool þar leiktíðina 2003/04.
- Chelsea hefur ekki tapað deildarleik á Stamford Bridge undir stjórn Jose Mourinho. Liðið hefur unnið 26 leiki og gert sex jafntefli þar frá því Portúgalinn tók við liðinu.
- Liverpool hefur nú leikið þrjá deildarleiki í röð án sigurs. Í leikjunum hefur liðið aðeins skorað eitt mark.
- Jose Reina varð annar leikmaður Liverpool til að vera rekinn af velli á leiktíðinni. Hinn var Mohamed Sissoko gegn Sunderland.
- Luis Garcia kom inn sem varamaður. En honum var fórnað þegar Jose var rekinn af leikvelli. Hann skipti þá við Jerzy Dudek. Luis lék því aðeins í rúmar tuttugu mínútur.
- Jerzy Dudek lék sinn fyrsta leik með Liverpool frá því hann varð goðsögn á Ataturk leikvanginum í Istanbúl á liðnu vori.
Chelsea: Cech, Gallas, Ricardo Carvalho, Terry, Del Horno, Makelele (Diarra 84. mín.), Essien, Lampard, Joe Cole (Duff 74. mín.), Robben, Crespo og Duff (Guðjohnsen 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Cudicini og Huth.
Mörk Chelsea: William Gallas (35. mín.) og Hernan Crespo (68. mín.)
Gult spjald: Michael Essien.
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Warnock, Alonso, Sissoko (Cissé 74. mín.), Riise (Garcia 61. mín.),(Dudek 83. mín.), Kewell, Gerrard og Crouch. Ónotaðir varamenn: Morientes og Traore.
Rautt spjald: Jose Reina (82. mín.).
Gul spjöld: Luis Garcia og Xabi Alonso.
Áhorfendur á Stamford Brigde: 42.316.
Maður leiksins: Xabi Alonso var mjög duglegur á miðjunni. Hann barðist eins og ljón en það féll ekki margt fyrir hann frekar en aðra leikmenn Liverpool.
Jákvætt :-) Liverpool lék mjög vel í fyrri hálfleik og þá sérstaklega fram að fyrra marki heimamanna. Miðjumennirnir voru grimmir og Peter Crouch lét finna fyrir sér. En róðurinn þyngdist þegar Chelsea náði frumkvæðinu.
Neikvætt :-( Líkt og í síðustu leikjum gekk fátt hjá sóknarmönnum Liverpool. Eins og í tveimur síðustu deildarleikjum þá náði Liverpool ekki að notfæra sér besta leikkafla leiksins til að ná frumkvæðinu eða þá að gera út um leikinn. Vörnin var illa á verði eftir fast leikatriði. Það er búið að gerast í síðustu leikjum. Það var ömurlegt að horfa upp á leikaraskapinn hjá Arjen Robben þegar Jose Reina stjakaði við honum. Jose átti reyndar að vita betur en að gefa svona höggstað á sér.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Evrópumeistararnir hófu leikinn vel og voru ákveðnari langt fram í hálfleikinn. Peter Crouch fékk tvö skallafæri en náði ekki að koma góðum sköllum á markið. En eins og svo oft áður þá refsuðu leikmenn Chelsea fyrstu mistökum andstæðiinga sinna. Á 35. mínútu náði Ricardo Carvalho að skalla hornspyrnu í átt að markinu. Þar fékk félagi hans úr vörninni William Gallas boltann óvaldaður og skoraði af markteig. Líkt og í síðustu leikjum var vörn Liverpool illa á verði eftir fast leikatriði. Rétt á eftir átti Joe Cole skot í hliðarnetið. Leikmenn Liverpool gáfu ekkert eftir og reyndu að jafna metin. En það er ekki neinn hægðarleikur að snúa á vörn Chelsea. Undir lok hálfleiksins var réttilega dæmt mark af Hernan Crespo. Liverpool hóf síðari hálfleik af krafti og það var greinilegt að leikmenn liðsins ætluðu að gera allt til að jafna. Besta færið kom snemma í hálfleiknum þegar Petr Cech varði þrumuskot frá Steven Gerrard. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu en verkefnið var allt að því ofviða á 68. mínútu. Hernan Crespo slapp þá í gegnum vörn Liverpool og skoraði með nákvæmu skoti. Varnarlína Liverpool var ekki samstíga og því var Argentínumaðurinn ekki rangstæður. Hann var heldur ekki rangstæður litlu síðar þegar hann slapp í gegn og skoraði en línuvörðurinn gaf merki um rangstæðu. Ólán þessa dags var svo fullkomnað þegar Jose Reina var rekinn af velli eftir að Arjen Robben hafði sýnt leikaraskap þegar Spánverjinn rétt stjakaði við honum. Jerzy Dudek varði markið síðustu mínúturnar. En leikmenn Liverpool fóru vonsviknir af leikvelli eftir að hafa staðið sig lengst af vel.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!