Er röðin komin að Jerzy?
Er nú loksins komin röðin að Jerzy Dudek? Eða verður Scott Carson fyrir valinu annað kvöld? Jose Reina er kominn í þriggja leikja bann og því þarf Rafael Benítez að velja á milli þeirra Jerzy og Scott fyrir þá leiki sem eru framundan. Jerzy var á bekknum og tók við af Jose í markinu eftir að hann var rekinn út af á Stamford Bridge á sunnudaginn. Þetta var í fyrsta sinn sem Jerzy spilaði með aðalliði Liverpool frá því hann varð að goðsögn á Ataturk leikvanginum í Miklagarði í maí. Jerzy hefur verið að hugsa sér til hreyfings en það verð ekki neitt af brottför hans á meðan opið var fyrir félagaskipti.
Talið er líklegra að Jerzy verði fyrir valinu, í þrjá næstu leiki, frekar en Scott Carson. Scott lék þó í markinu gegn Luton í F.A. bikarnum. Eins hefur hann leikið í Deildarbikarnum og nokkra Evrópuleiki á leiktíðinni. En Jerzy hefur á hinn bóginn ekkert leikið á þessari leiktíð. Rafael hefur látið þá Jerzy og Scott skiptast á um að vera til taks í síðustu leikjum þannig að vísbendingar um hvort verður fyrir valinu fást ekki með að skoða hvernig því hefur verið háttað.
Líklega voru flestir stuðningsmenn Liverpool búnir að sætta sig við að sjá Jerzy Dudek ekki framar verja mark liðsins. Fannst mörgum súrt að fá ekki að hylla hetjuna frá Konstatínópel. Hann fékk þó óvænt tækifæri á sunnudaginn og hver veit nema hann verji mark liðsins í næstu leikjum.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna