Steven Gerrard verður ekki með annað kvöld
Steven Gerrard á við meiðsli að stríða og verður ekki með gegn Charlton annað kveld. Hugsanlega missir hann líka af leiknum við Wigan um helgina. Steven er meiddur á hnéi og er frá leik og keppni sem stendur. Hann verður heima í Liverpool á meðan félagar hans halda í höfuðstaðinn til að takst á við Charlton. Í herbúðum Liverpool er vonast til að hvíld dugi til að Steven jafni sig.
Framkvæmdastjóri Liverpool Rafael Benítez telur til dæmis að fyrirliðinn verði ekki lengi frá. ,,Þetta eru ekki alvarleg meiðsli og við ætlum bara að hvíla hann í þrjá eða fjóra daga. Það eru stórleikir framundan í röðum og við þurftum að fara varlega með hann.
Það er vonandi að Steven jafni sig sem allra fyrst. Hann er búinn að leika frábærlega á leiktíðinni. Það segir sína sögu að hann er markahæsti leikmaður Liverpool á með 18 mörk. Enginn miðjumaður hefur skorað fleiri mörk á þessari sparktíð.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna