Gleymið Chelsea og hugsið um Charlton
Liverpool hefur ekki unnið síðustu þrjá deildarleiki og til að tryggja að sjálfstraustið hafi ekki minnkað eftir tapið gegn Chelsea hefur Benitez sagt mönnum að gleyma leiknum við Chelsea og hugsa um leikinn gegn Charlton.
,,Ég hugsa aðeins um framtíðina, það er mín skoðun. Ég hef talað við leikmennina og sagt þeim að það sé mikilvægara að hugsa um næsta leik en ekki dvelja í fortíðinni. Framtíðin okkar er að spila eins góðan fótbolta og við getum og vinna leiki. Við vitum hvað gerðist gegn Chelsea, við vitum að Reina gerði mistök og þar setjum við punkt. Nú hugsum við framá við." sagði Benitez.
Liverpool spilar við Charlton í kvöld og er Benitez því að undirbúa leikmennina fyrir komandi átök í kvöld og hugsa hvernig best sé að vinna leikinn.
,,Charlton er gott lið sem er stjórnað af góðum framkvæmdarstjóra sem ég ber virðingu fyrir. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur og viljum við sækja 3 stig".
Það verður að minnstar kosti ein breyting á liðinu, en Benitez þarf að velja markmann sem tekur stöðu Reina í leiknum. Hann gæti einnig breytt framlínunni og verið með Robbie Fowler í hópnum.
,,Líkamlegt ástand Fowler batnar. Hann er vinna vel að því að koma sér í gott form. Líklega eru hinir framherjarnir í betra ástandi en hann á þessari stundu. En það þarf eigu að síður að ákveða hverja við munum nota og hvernær."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!