Verðum að læra af mistökunum
Rafael Benítez var afar ósáttur við ósigurinn gegn Charlton í gær, einkum í ljósi þess að Liverpool stjórnaði leiknum stærstan hluta fyrri hálfleiks. Hann var einnig afar ósáttur við að vítaspyrnan sem Charlton skoraði sitt fyrra mark úr skyldi vera dæmd. Hann vill að menn læri af mistökum sínum.
"Það var ótrúlegt að við skyldum tapa þessum leik. Fyrstu 40 mínúturnar vorum við í stöðugri sókn og það var algjör einstefna. Það sem gerðist eftir það var fáránlegt. Það er augljóst að þetta var ekki víti en þegar maður fær á sig mark getur maður ekki fengið á sig annað strax í kjölfarið."
Benítez hefur áhyggjur af þeim mistökum sem verið er að gera þó að hann vilji ekki taka neina sérstaka leikmenn þar út. "Við verðum að læra af mistökum okkar og það strax. Ef við viljum vinna titla getum við ekki fengið á okkur annað mark strax eftir að við höfum fengið eitt mark á okkur. Við höfum verið að ræða um mistök eftir síðustu leiki og í kvöld gerðum við tvö til viðbótar.
Það var ekki eins og að Dudek væri að verja skot í allt kvöld, við sköpuðum færi og fengum mikið af föstum leikatriðum en við þurftum að skora. Ég get ekki gagnrýnt leikmenn mína fyrir að leggja ekki á sig því að við vildum alltaf sækja og reyna að vinna leikinn, en vandinn fólst í þeim mistökum sem við gerðum."
Benítez vildi ekki meina að Liverpool hefði saknað Steven Gerrard um of í þessum leik.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna