Mark spáir í spilin
Markaþurrð gengur yfir líkt og gerðist á haustdögum. Eftir tvö slæm töp í höfuðstaðnum hafa úrtölumenn látið á sér kræla. Eina leiðin til að bæta úr er að vinna leik. Næst á dagskrá er þriðji útileikurinn í röð. Sem betur fer er ferðalagið ekki langt aðeins. Í fysta sinn í sögunni leikur Liverpool opinberan leik við Wigan á heimavelli þeirra. Borgin mun staðsett á milli Liverpool og Manchester. Wigan er orðin Liverpool nýlenda eða útibú frá Evrópumeisturunum. Paul Jewell framkvæmdastjóri Wigan er innfæddur í Bítlaborginni og lék með varaliði Liverpool. Stephane Henchoz var einn af máttarstólpum Liverpool. Í síðasta mánuði lánaði Liverpool Neil Mellor til Wigan og svo bættist David Thompson líka í raðir félagsins. Sem betur fer má Neil ekki leika með Wigan því honum hefði vel verið trúandi til að skora. En víst er að Stephane mun ekki gefa sóknarmönnum Liverpool stunlegan frið.
Liverpool á mjög erfiðan leik fyrir höndum. Wigan er löng hætt að koma á óvart. Í stað fallbaráttu sem flestir spáðu félagainu þá er liðið í baráttu um Evrópusæti og svo er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Deildarbikarsins sem fram fer í lok þessa mánaðar. Sigur í þeim leik myndi koma liðinu í Evrópukeppni og víst er að stuðningsmenn Liverpool munu styðja Wigan til góðra verka í þeim leik. Liverpool vann góðan sigur á Wigan í fyrri leik liðanna. Sá leikur gleymist ekki svo auðveldlega því í honum skoraði Peter Crouch tvö fyrstu mörk sín fyrir Liverpool. Liverpool þarf að skora til að sigra á morgun og til að svo megi vera verða sóknarmenn liðsins að herða sig. En þeir svo og aðrir leikmenn Liverpool þurfa að hafa fyrir því á morgun. Svo mikið er víst.
Wigan Athletic v Liverpool
Þetta er athyglisverður leikur. Wigan heldur áfram að standa sig með sóma. Leikmennirnir sem Paul Jewell fékk til liðsins þegar opið var fyrir félagaskipti hafa hresst upp á liðið. Liverpool hefur verið í mótbyr upp á síðkastið og það er svolítið síðan liðið vann síðast deildarleik. Rafa Benitez er búinn að gera góða hluti en það er greinilegt að sóknarleikurinn er ekki nógu góður. Það er sá þáttur í leik liðsins sem næsta þarf að huga að.
Úrskurður: Wigan v Liverpool. 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!