Í hnotskurn
Önnur árangurslaus för í höfuðstaðinn. Marrkaþurrðin ágerðist og tap varð staðreynd í Dalnum. Þetta er leikur Liverpool og Charlton Athletic í hnotskurn.
- Þetta var frestaður leikur. Hann átti upphaflega að fara fram í lok ágúst en var frestað vegna þátttöku Liverpool í undankeppni Meistaradeildarinnar.
- Jamie Carragher var fyrirliði í forföllum Steven Gerrard.
- Jerzy Dudek kom inn í byrjunarliðið vegna þess að Jose Reina var í leikbanni.
- Pólverjinn hóf sinn fyrsta leik frá því í Istanbúl en hann kom inn sem varamaður gegn Chelsea þegar Jose var rekinn af leikvelli.
- Liverpool hefur nú aðeins unnið einn deildarleik á árinu.
- Í síðustu fjórum deildarleikjum hefur liðið aðeins skorað eitt mark.
- Í þessum fjórum deildarleikjum hefur Liverpool aðeins fengið eitt stig af tólf mögulegum.
- Florent Sinama Pongolle er eini sóknarmaðurinn sem hefur skorað á árinu. Hann skoraði tvö mörk þegar hann kom inn sem varamaður í bikarleiknum gegn Luton Town.
- Liverpool hefur gengið illa í höfuðborginni síðasta árið. Liðið hefur ekki unnið leik þar frá því liðið vann Charlton í Dalnum í febrúar í fyrra.
- Einu leikirnir sem hafa gengið vel í Lundúnum á þessum tíma eru Evrópuleikir Liverpool við Chelsea.
- Danny Murphy var á bak og burt úr Dalnum. Hann gekk til liðs við Tottenham seint að kvöldi þess dags er síðast mátti hafa félagaskipti í bili.
Charlton Athletic: Myhre, Young, Perry, Hreidarsson, Spector, Hughes, Kishishev, Smertin (El Karkouri 83. mín.), Thomas (Ambrose 79. mín.), Marcus Bent og Darren Bent. Ónotaðir varamenn: Andersen, Euell og Bothroyd.
Mörk Charlton: Darren Bent víti, (42. mín.) og Luke Young (45. mín.)
Gul spjöld: Jermaine Thomas og Chris Perry.
Liverpool: Dudek, Finnan, Hyypia (Riise 70. mín.), Carragher, Traore, Cisse (Kromkamp 78. mín.), Sissoko, Alonso, Kewell, Morientes og Crouch (Fowler 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Carson og Hamann.
Gul sjöld: Jerzy Dudek og Jamie Carragher.
Áhorfendur á The Valley: 27.111.
Maður leiksins: Xabi Alonso. Annan leikinn í röð var Xabi mjög duglegur á miðjunni. Hann reyndi að drífa félaga sína áfram og var maðurin á bak við flestar sóknir liðsins.
Jákvætt :-) Liverpool lék nokkuð vel á köflum í fyrri hálfleik. Boltinn gekk vel en því miður þá voru sóknirnar ekki nógu ógnandi.
Neikvætt :-( Líkt og í síðustu leikjum gekk fátt hjá sóknarmönnum Liverpool. Eins og í síðustu þremur deildarleikjum þá náði Liverpool ekki að notfæra sér besta leikkafla leiksins til að ná frumkvæðinu. Liverpool mátti þola að fá á sig vítaspyrnu sem ekki var neinn fótur fyrir. Vörnin var illa á verði í öðru marki heimamanna. Fjölmargar horn- og aukaspyrnur sköpuðu aldrei neina alemennilega hættu.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Liverpool tók leikinn strax í sínar hendur. Einstefna var að marki Charlton og boltinn gekk á köflum hratt og vel manna á milli. Samt náðu sóknarmenn Liverpool, sem voru þrír inni á vellinum, ekki að koma sér í almennilegt færi. Þeir Peter og Fernando voru tvívegis nærri því búnir að koma sér í góð færi en þeir náðu ekki að koma skotum á markið. Allt í einu og upp úr þurru fór allt í vitleysu. Á 42. mínútu slapp Darren Bent inn á vítateig Liverpool. Jerzy Dudek kom út á móti honum. Darren féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Leikmenn Liverpool mótmæltu harðlega og þá sérstaklega fyrirliðinn Jamie Carragher. Leikmenn Charlton vildu að Jerzy yrði rekinn af velli en hann var aðeins bókaður. Vítaspyrnan var mjög vafasöm og það mætti segja mér að Jerzy hefði aldrei snert Darren. En Darren tók sjálfur spyrnuna og þótt Jerzy tæki gamalkunnug dansspor á marklínunni þá dugði það ekki og heimamenn voru komnir yfir. Markið var gjörsamlega gegn gangi leiksins og ekki lagaðist það þremur mínútum seinna. Alexei Smertin sendi þá boltann inn á vítateiginn. Jamie Carragher náði ekki að hreinsa og Luke Young þrumaði boltanum í markið. Rétt á eftir var flautað til hálfleiks. Staðan miðað við gang leiksins var út í hött en engu að síður staðreynd. Liverpool hélt áfram að sækja eftir hlé en sem fyrr með engum árangri. Reyndar gátu heimamenn tvívegis aukið forystuna. Fyrst átti Darren Bent langskot í þverslá og nafni hans Marcus skaut svo í innanverða stöngina úr dauðafæri. Robbie Fowler leysti Peter Crouch af hólmi en allt kom fyrir ekki. Það sagði sína sögu að fyrsta skotið sem Thomas Myhre þurfti að verja kom ekki fyrr en langt var liðið á leik. Fernando Morientes átti þá fast skot sem Thomas varði vel. Síðasti sigurleikur Liverpool í höfuðstaðnum kom í Dalnum fyrir ári en síðan hefur allt gegnið í móti þar í borg. Nema þá í Evrópuleikjum gegn Chelsea.
-
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með vinnu! -
| Sf. Gutt
Skoskt met hjá Andrew Robertson!