Enn af leikaraskap
Mörgum þótti sem vítaspyrnan sem Charlton tók frumkvæðið gegn Liverpool úr hafi verið í meira lagi vafasöm. Vítaspyrnan kom til sem hér segir úr leikskýrslunni á Liverpool.is. ,,Á 42. mínútu slapp Darren Bent inn á vítateig Liverpool. Jerzy Dudek kom út á móti honum. Darren féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Leikmenn Liverpool mótmæltu harðlega og þá sérstaklega fyrirliðinn Jamie Carragher. Leikmenn Charlton vildu að Jerzy yrði rekinn af velli en hann var aðeins bókaður." Jerzy Dudek segir hér frá viðskiptum sínum við Darren Bent sem fékk vítaspyrnuna dæmda.
,,Darren Bent var, fannst mér, um einum meter á undan mér og vitiði hvað? Hann lét sig detta. Þegar hann lá á vellinum sagði hann. ,,Fyrirgefðu, fyrirgefðu ég lét mig detta." Hann var sem sagt hræddur við að vera bókaður. En þegar hann sá að dómarinn kom hlaupandi og benti á vítapunktinn og sagði að þetta væri vítaspyrna sagði hann ,,Allt í lagi þá það." Ég sagði houm að segja dómaranum að hann hefði látið sig detta. Dómarinn sat fast við sitt og dæmdi vítaspyrnu. Darren sagði þá að ég hefði snert sig. En hvernig gat ég snert hann ef hann var um það bil einum metra frá mér? Darren Bent sagði ekkert við dómarann og hvers vegna hefði hann svo sem átt að gera það? En kannski er kominn tími til að nota myndbandsupptökur ef það yrði til þess að menn hætti að láta sig detta."
Þetta er vissulega athyglisverð frásögn hjá Pólverjanum. Auðvitað varð þetta atvik vendipunktur í leiknum. Charlton náði forystu og skoraði svo annað mark rétt á eftir. En þetta er þá annar leikurinn í röð þar sem Liverpool er fórnarlamb leikaraskaps. Skoðanir Ian Rush á leikaraskap eru athyglisverðar og eins lausnir við þessari áværu. Um þær má lesa í síðasta pistli hans. En ef frásögn Jerzy er rétt, sem ekki er nein ástæða til að ætla að ekki sé, þá fór Liverpool illa úr úr þessu atviki í Dalnum.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!