Robbie sáttur við framfarir sínar
Robbie Fowler er sáttur við framfarir sínar það sem af er dvalar sinnar hjá Liverpool. Hann er búinn að æfa eins og brjálæðingur eftir að hann sneri aftur heim. Hann var svo í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool, eftir seinni komuna, í gær í Wigan. Robbie stóð sig mjög vel í leiknum. Hann var mjög duglegur og þótt hann næði ekki að skora þá lagði hann upp tvö góð færi fyrir þá Fernando Morientes og Steven Gerrard með snjöllum sendingum. Robbie var sáttur við leik sinn.
,,Það er langt um liðið frá því ég byrjaði leik en mér fannst að ég hafi staðið mig nokkuð vel. Ég þreyttist þegar á leið en samt var ég ánægður með hvað ég lagði til leikins. Ég er búinn að æfa drjúgt. Líklega meira en hinir strákarnir í liðinu að magni til og ég hef æft aukalega til að bæta mig. Þó svo að ég hafi varla spilað frá því í maí þá finnst mér ég vera sprækur. Það var ekkert undarlegt þó ég myndi þreytast. En það var bara frábært að koma aftur en ég get þó ekki beðið eftir fyrsta markinu og ég hef trú á mér í þeim efnum. Ég verð ánægður ef liðið vinnur þó ég nái ekki að skora. En þegar maður er sóknarmaður þá vill maður alltaf skora mörk. Ég er ekki nein undartekning hvað það varðar."
Víst er að stuðningsmenn Liverpool bíða jafn spenntir eftir fyrsta marki Robbie Fowler eftir endurkomuna. Það skyldi þó aldrei vera að hann næði að skora gegn Arsenal á þriðjudagskvöldið. Honum hefur jú gengið mjög vel að skora gegn Skyttunum í gegnum tíðina.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!