Rafael hvetur stuðningsmenn Liverpool til að hjálpa til!
Rafael Benítez, líkt og aðrir forverar hans í starfi framkvæmdastjóra Liverpool, veit allt um hina gríðarlegu orku sem stuðningsmenn Liverpool búa yfir. Nú vill hann að Tólfti maðurinn beini allri þeirri orku sem hann býr yfir til að hjálpa til við að slá Manchester United út úr F.A bikarnum á morgun. Það er mikið undir og allir verða að leggjast á eitt. Það á jafnt við um innan vallar sem utan. Það má búst við rafmögnuðu andrúmslofti í Musterinu í og eftir hádegið á morgun. Rafael hafði þetta að segja um leikinn í dag.
,,Ég veit að stuðningsmenn okkar eru þeir bestu í heimi og þeir vita sínu viti. Þeir vita að það er alltaf betra að fylkja sér að baki liðinu sínu frekar en að láta eitthvað annað trufla sig. Það keumur öllum best að einbeita sér að þessum leik sem verður mjög erfiður.
Ég hugsa alltaf eins. Ég hugsa um liðið mitt og stuðningsmenn mína og vil þess vgna ekki vera að tala of mikið um hitt liðið. Fyrir leikinn gegn Arsenal þá ræddi fólk um árangur okkar gegn þeim liðum sem teljast vera sterkust. En smá saman höfum við tekið þeim framförum sem þarf svo að við getum lagt þau að velli. Við munum öll eftir leiknum á Old Trafford og hversu vel við lékum í honum. Ég held að leikurinn á Anfield verði öðruvísi. Ég tel að okkur sé mikill hagur í því að vera á heimavelli því stuðningsmenn okkar geta skipt sköpum. Í erfiðum leikjum geta leikmenn fengið hjálp frá stuðningsmönnunum. Við ætlum okkar að reyna að leika á sama hátt og við gerðum gegn Arsenal. Menn hafa bent á að við höfum ekki unnið þá í F.A. bikarnum í 85 ár en við viljum breyta tölfræðinni og eftir sigurinn á Arsenal þá búum við yfir sjálfstrausti til að vinna leikinn."
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!