Lykilatriði
Það er margt sem hefur áhrif á úrslit knattspyrnuleikja. Það skiptir engu hvaða leikur það er sem í hlut á. Það er ljóst að menn munu berjast út um allan völl á Anfield Road um hádegisbilið í dag. Á vefsíðunni Teamtalk var farið í saumana á þremur einvígjum sem gætu skipt sköpum í rimmunni.
Jamie Carragher gegn Wayne Rooney
Það gæti hitnað í kolunum í einvígi þessara innfæddu Liverpool búa. Jamie Carragher er orðinn einn af traustustu miðvörðum í Úrvalsdeildinni og hann bregst félagi sínu aldrei. Hann er vel fær um að halda Wayne Rooney í skefjum. Hann gerði það þegar liðin mættust síðast á Old Trafford. En Jamie veit það fullvel að suma daga er félagi hans í enska landsliðinu algerlega óstöðvandi og ekkert hvetur hann meir til dáða en að fást við Liverpool.
Harry Kewell gegn Gary Neville
Á síðasta sumri voru margir gagnrýnendur tilbúnir til að afskrifa feril Harry Kewell hjá Liverpool. En Ástralinn hefur afsannað kenningar þessara manna með því að sýna, nú upp á síðkastið, einn þann mesta stöðugleika sem hann hann hefur náð að sýna á ferli sínum. Eftir þær kúnstir sem Gary Neville sýndi í lok sigurleiks United gegn Liverpool í Úrvalsdeildinni þá mun hann eiga von á enn kaldari kveðjum frá The Kop en vanalega. Í augum áhorfenda þar er hann ímynd alls þess sem félagið sem þeir fyrirlíta stendur fyrir. Það gæti skipt sköpum hvernig Gary, sem lætur vanalega fátt koma sér úr jafnvægi, tekst að fást við andúð áhorfenda.
Peter Crouch gegn Rio Ferdinand
Fáir enskir landsliðsmenn eru jafn umdeildir og Peter Crouch. En þrátt fyrir alla galla hans þá finnst Rafael Benítez að Liverpool spili jafnan betur þegar hann er í liðinu. Rio Ferdinand hafði hann í vasanum í síðasta leik liðanna og gerði svo gott betur með því að fara fram í sóknina og skora sigurmarkið í leiknum. En hæð Peter, ein og sér, veldur því að Rio getur aldrei verið alveg öruggur með að hafa betur í þessu einvígi. Rio verður því að vera mjög einbeittur í viðureign sinni við Peter.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!