Þar kom að því!
Frá Harry Chambers til Peter Crouch. Þann 12. janúar árið 1921 skoraði Harry Chambers sigurmark Liverpool 2:1 gegn Manchester United á Old Trafford í F.A. bikarnum. Peter Crouch batt endi á áttatíu og fimm ára bið á Anfield í dag. Það var nefnilega komið að því að Liverpool næði að leggja Manchester United að velli í F.A. bikarnum. Sá dagur var í dag. Evrópumeistararnir voru einfaldelga betri en Manchester United og unnu fyllilega sanngjarnan sigur. Besti Þorraþræall í manna minnum er því í dag!
Það var ekki gefið neitt eftir frá fyrstu mínútu á Anfieldí dag. Ekki það að nokkur ætti von á því. Það var mikil spenna í loftinu og leikmönnum beggja liða gekk lítið að ná samleiksköflum framan af. En Liverpool náði smá saman yfirhöndinni og á 18. mínútu kom fyrsta hættulega færi leiksins. Steven Gerrard sendi þá aukaspyrnu frá hægri fyrir markið. Harry Kewell skallaði að markinu en Edwin van der Sar varði frábærlega í horn með því að slá boltann framhjá. Steven Gerrard tók hornspyrnuna stutt á Steve Finnan sem sendi fyrir markið. Þar stökk Peter Crouch manna hæst og skallaði boltann neðst í markhornið fjær. Boltinn fór í stöngina innanverða eftir marklínunni þar til hann fór inn út við hina stöngina. Sami Hyypia fylgdist vel með ef það þyrfti að hjálpa boltanum inn í markið. Það þurfti ekki og allt gekk af göflunum af fögnuði innan vallar sem utan í Musterinu. Liverpool hélt áfram að hafa undirtökin og á 34. mínútu gafst frábært færi til að auka forystuna. Steven tók þá aftur aukaspyrnu frá hægri. Steve Finnan fékk boltann óvaldaður á fjarstöng og þrumaði honum í hliðarnetið. Liverpool var sterkaði aðilinn í fyrri hálfleik og það var varla að leikmenn gestanna næðu að ógna marki Liverpool.
Evrópumeistararnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel. Wes Brown bjargaði á síðustu stundu með skalla eftir að John Arne Riise hafði sent hættulega sendingu fyrir markið. Litlu síðar var misskilningur milli Edwin í markinu og eins varnarmanna hans en Peter Crouch náði ekki að færa sér það í nyt. Ekki löngu síðar fékk Manchester United sitt besta færi í leiknum. Fyrirgjöf frá hægri skapaði misskilning í vörn Liverpool en Jose Reina náði að hreinsa á síðustu stundu. Gestirnir léku betur eftir því sem leið á hálfleikinn án þess þó að skapa nein hættuleg færi. Harry Kewell fékk hins vegar gott færi til að skora þegar hann fékk boltann í góðu færi eftir horn en hann náði ekki góðu skoti. Spennan jókst eftir því sem leið að leikslokum. Leikmenn Manchester United reyndu vað þeir gátu en hver einasti leikmaður Liverpool gaf allt sitt. Ryan Giggs átti langskot yfir en það var síðasta færi þeirra. Tveimur mínútum fyrir leikslok skaut John Anre Riise að marki af löngu færi eftir aukaspyrnu. Alan Smith henti sér fyrir boltann en lenti illa og fótbrotnaði. Það tók drjúgan tíma að huga að meiðslum hans enda voru þau mjög alvarleg. Sjúkraþjálfari Liverpool hjálpaði til við að gera að meiðslunum. Þegar leikurinn hófst á nýjan leik vissi enginn hversu miklu yrði bætt við leiktímann. Þegar upp var staðið var búið að leika í níutíu og átta mínútur. En það skipti engu. Sigurinn var Liverpool og fögnuður stuðningsmanna liðsins sagði sína sögu! Gleðin hrein og tær. Þetta reyndist vera einn besti þorraþræll í manna minnum. Áttatíu og fimm ára bið var á enda.
Það eru líklega ekki margir núlifandi stuðningsmenn Liverpool sem voru á Old Trafford þegar Rauði herinn varnn sigur þar í F.A. bikarnum árið 1921. En séu einhverjir þeirra á lífi þá hafa þeir örugglega glaðst manna mest í dag. Liverpool náði loksins að kveða niður þennan draug á Þorraþrælnum árið 2006. Biðin var löng en hún er að baki og vonandi verður þessi sigur líka seinna talinn merkilegur fyrir það að hann var einn af þeim sem vannst á leið Liverpool að sigri í Ensku bikarkeppninni árið 2006!
Liverpool: Reina, Riise, Hyypia, Carragher, Finnan, Kewell (Kromkamp (82. mín.), Sissoko, Hamann, Gerrard, Morientes (Garcia 62. mín.) og Crouch (Cissé 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Traore.
Mark Liverpool: Peter Crouch (19. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher, Sami Hyypia, Dietmar Hamann og Harry Kewell.
Manchester United: Van der Sar, Silvestre (Saha 45. mín.), Brown, Vidic, Neville, Giggs, Richardson, Fletcher (Smith 76. mín.) Park 90. mín.), Ronaldo, Rooney og Nistelrooy. Ónotaðir varamenn: Howard og Pique.
Gul spjöld: Gary Neville, Nemanja Vidic og Ryan Giggs.
Áhorfendur á Anfield: 44.039.
Rafael Benítez var auðvitað mjög ánægður með þennan sögulega sigur. ,,Það var frábært að leggja Manchester United að velli eftir 85 ára bið. Við þurfum að njóta þessa sigurs með stuðningsmönnum okkar og við verðskulduðum hann. Stuðningsmenn okkar voru frábærir og liðið færði sér stuðning þeirra í nyt. Ég hef sagt áður að það er mjög erfitt að leggja okkur að velli þegar við höfum stuðningsmenn okkar að baki okkur. Mér fannst liðsheildin og barátta liðsins vera lykillinn að sigrinum. Við lögðum mjög hart að okkur allan leikinn. Þegar leikið er gegn bestu liðunum þarf að leika á miklum hraða. Við réðum gangi mála í fyrri hálfleik, skoruðum gott mark og sköpuðum nokkur góð færi. Ég gleðst fyrir hönd Peter Crouch því sóknarmenn þarfnast þess að skora mörk. En þetta var góð framganga alls liðsins."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!