Umsagnir
Jose Reina: Spánski markvörðurinn hafði lítið að gjöra en hreinsaði upp það sem á þurfti að halda. Einkunn: 6.
Steve Finnan: Hjálpaði til í sókninni af hægri kantinum og hélt útherjum United um leið í skefjum. Hann hefði átt að skora í fyrri hálfleiknum. Einkunn: 7.
Jamie Carragher: Miðvörðurinn átti traustan leik. Hann stöðvaði sóknir og fór í tæklingar á hetjulegan hátt. Einkunn: 7.
Sami Hyypia: Hann stjórnaði vörn Liverpool vel þannig að United fékk varla marktækifæri. Einkunn: 7.
John Arne Riise: Hann átti margar magnaðar rispur upp vinstrikantinn framan af leik og aðstoðaði við uppbyggingu sókna. Einkunn: 6.
Steven Gerrard: Fór fyrir sínum mönnum hægra megin á miðjunni. Eins og hann er vanur þá var hann á þeytingi vítateiga á milli. Einkunn: 7.
Dietmar Hamann: Sinnti því mikilvæga hlutverki að vernda öftustu fjögra manna varnarlínuna. Spilaði boltanum vel frá sér og braut sóknir United á bak aftur. Maður leiksins. Einkunn: 8.
Mohamed Sissoko: Sýndi úthald og eldmóð. Hann passaði mjög vel með Dietmar Hamann á miðjunni þar sem vörn Liverpool var svo sterk. Einkunn: 7.
Harry Kewell: Virðist hafa öðlast nýtt líf. Hann stóð í heillandi einvígi við Gary Neville. Því einvígi lyktaði með skiptum hlut. Einkunn: 7.
Peter Crouch: Skoraði sigurmarkið með frábærum skalla. Hann sýndi líka góða knatttækni við að halda boltanum. Einkunn: 7.
Fernando Morientes: Sýndi glefsur af þeirri snilldi sem hann sýndi hjá Real Madrid. En hann þreyttist þegar leið á leikinn eftir mikla yfirferð í fyrri hálfleiknum. Einkunn: 6.
Varamenn:
Luis Garcia: Leysti Fernando Morietes af. Gerði ekki mikið því Liverpool lét sér vel lynda að leika varnarsinnaðan leik undir lok leiksins. Einkunn: 6.
Jan Kromkamp.
Djibril Cissé.
Af einhverjum ástæðum vantaði umfjöllun um þá Jan Kronkamp og Djibril Cissé. Kannki er ástæðan sú að þeir spiluðu svo stutt. En nú geta menn velt þessum umsögnum fyrir sér. Persónulega þá er ég alveg sammála því áliti að Dietmar Hamann hafi verið besti maður vallarins. Keisarinn átti stórkostlegan leik!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!