Evrópubikarinn verður ekki látinn baráttulaust af hendi!
Vörn Evrópubikarsins heldur áfram á Leikvangi ljóssins í Lissabon í kvöld þegar Evrópumeistararnir takast á við Portúgalsmeistara Benfica. Vörn Evrópubikarsins hófst þann 13. júlí á liðnu sumri og hún er búin að vera löng og ströng. Fyrirliði Evrópumeistaranna segir að bikarinn góði verði ekki látinn af hendi baráttulaust. Reyndar fer nú bikarinn sem vannst í vor hvergi! Hann verður vistaður á Anfield Road um alla framtíð. En það er kominn nýr bikar í umferð til að verja og það væri ekki ónýtt að hýsa hann eins og eitt ár. Að minnsta kostli verður gerð heiðarleg tilraun til að koma honum til Liverpool.
,,Við gefum nafnbótina Evrópumeistarar ekki frá okkur baráttulaust. Ég get lofað stuðningsmönnum okkur því. Það skiptir engu hvað liði við mætum því við ætlum að leggja okkur 110 prósent fram. Við vitum hvernig það er að vinna keppnina og við ætlum okkur að gera það aftur á þessu ári.
Fólk talar lítið um Liverpool og okkur finnst það fínt. Við hugsum bara um okkar leik. En þeir sem munu reyna að svipta okkur tigninni munu komast að því hversu mikið okkur er í mun að vinna aftur. Vitiði að við hefðum getað ornað okkur við minningarnar frá Istanbúl því þar unnum við frábært afrek. En leikmenninirnir vilja ekki láta þar við sitja og framkvæmdastjórinn myndi ekki þola slíkan hugsunarhátt. Hann myndi láta okkur finna fyrir því ef hann fyndi fyrir einhverri værukærð eða hroka. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku því leikmönnunum vilja fyrir alla muni vinna meira."
Liverpool mætir Benfica nú í fjórða sinn í Evrópukeppni þeirra bestu. Í hin þrjú skiptin, 1977/78, 1983/84 og 1984/85, hefur Liverpool alltaf slegið Benfica út og það sem meira er leiðin hefur þaðan í frá legið í úrslitaleik keppninnar. Tvívegis 1978 og 1984, hefur viðureign við Benfica verið ávísun á að Evrópubikarinn færi til Liverpool. Það er vonandi að það sama verði uppi á teningnum nú í ár!
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!