Liverpool-Man. City - tölfræði
Fyrr í vetur vann Liverpool leik þessara liða á heimavelli Man. City. John Arne Riise skoraði sigurmarkið í sínum 150. leik í deildinni fyrir félagið. Þetta var fyrsti sigur Liverpool á City Of Manchester vellinum.
Í leik liðanna í fyrra vann Liverpool 2-1. Nicolas Anelka kom City yfir skömmu fyrir leikhlé, Milan Baros jafnaði og Steven Gerrard skoraði svo sigurmarkið.
Þessi sigur var sögurlegur að því leyti að þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem Liverpool vann leik eftir að hafa verið undir í hálfleik.
Síðasta þrenna Liverpool gegn City var skoruð af Michael Owen á Maine Road í september 2002. Síðasta þrennan gegn City á Anfield kom hins vegar árið 1982. Þar var Kenny Dalglish að verki.
Liverpool hefur aðeins tapað tveimur af síðustu 11 deildarleikjum sínum gegn City.
Fyrsti leikur Rafa Benítez á Anfield sem stjóri Liverpool var gegn City á síðasta tímabili.
Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool unnið 8 af 17 leikjum sínum gegn City og þrisvar tapað.
Í síðustu fimm viðureignum þessara liða á Anfield hafa verið skoruð 20 mörk.
Ef Liverpool nær að sigra City verður það í fyrsta sinn síðan á tímabilinu 1989-90 sem Liverpool nær að vinna báða deildarleikina gegn liðinu.
Leikur liðanna í nóvember sl. var sá 150. milli þessara liða í öllum keppnum.
Í síðasta deildarleiknum á heimavelli, gegn Arsenal, varð Jamie Carragher 24. leikmaðurinn í sögu Liverpool til að spila 400 leiki fyrir félagið. Næsti leikmaður sem hann getur náð er John Barnes, sem lék 407 leiki fyrir félagið.
Þiverpool hefur aðeins tapað þremur af síðust 18 deildarleikjum sínum og hafa ekki tapaði í síðust 13 leikjum á Anfield í öllum keppnum.
Í þessum 13 leikjum hefur enginn leikmaður andstæðinganna náð að skora. Liverpool hefur aðeins fengið á sig eitt mark - sjálfmark Xabi Alonso gegn Birmingham.
Ef Liverpool sigrar kemst liðið upp í 54 stig. Liverpool hefur aldrei áður haft svo mörg stig í úrvalsdeildinni eftir 27 leiki.
Ef Xabi Alonso spilar þennan leik mun hann leika sinn 50. deildarleik fyrir Liverpool.
Ef Harry Kewell spilar þennan leik verður það 350. opinberi leikur hans með félagsliði á ferlinum.
Liverpool hefur unnið síðustu þrjá leiki sem hafa komið í kjölfar Evrópuleiks.
City hafnaði í áttunda sæti á síðasta tímabili sem er besti árangur þeirra í úrvalsdeildinni. Ef Robbie Fowler hefði ekki misnotað vítaspyrnu á síðustu mínútu í lokaleik þeirra í deildinni gegn Middleborough hefði City komist í UEFA-bikarinn.
Leikmaður City skoraði síðast þrennu gegn Liverpool þegar Eric Brook afrekaði það árið 1937.
City vann síðast á Anfield í maí 2003. Það var aðeins annar sigur þeirra á Anfield í 32 leikjum.
Andy Cole hefur skoraði fleiri mörk gegn Liverpool í úrvalsdeildinni en nokkur annar leikmaður, eða 11 talsins.
David James hefur leikið 81 úrvalsdeildarleik í röð sem er það mesta nú um stundir. Hann hefurleikið alla leiki City síðast David Seaman lék sinn síðasta leik í janúar 2004.
James nálgast metið yfir að hafa oftast haldið hreinu í úrvalsdeildinni. Hann hefur þegar gert það 130 sinnum, sjö sinnum sjaldnar en Migel Martyn og vantar ellefu skipti til að ná þeim sem nú á þetta met, David Seaman.
Síðasti útisigur City í deildinni var gegn Charlton í desember þegar þeir unnu 5-2. Síðan þá hafa þeir aðeins náð í eitt stig úr fimm útileikjum.
Þeir hafa fengið fjögur stig af 27 möguleikum í síðustu níu útilekjum sínum í deildinni.
Bradley Wright-Phillips hefur leikið 16 leiki fyrir City - í öll skiptin sem varamaður.
Tveir leikmenn hafa leikið alla deildarleiki City í vetur - david James og Darius Vassel.
6-0 ósigur City gegn Liverpool á Anfield í október 1995 er enn stærsti ósigur City í úrvalsdeildinni.
Stærsti sigur City á Anfield er 6-1 í október 1929. Liverpool skoraði á fyrstu mínútu leiksins,
City hefur aðeins einu sinni haldið hreinu í síðustu 25 deildarleikjum á Anfield.
Síðustu þrír ósigrar City á útivelli í deildinni hafa verið fyrir liðum í norðvesturhluta Englands. Þetta eru Wigan, Bolton og Everton.
Ósigurinn á Goodison Park fyrr í mánuðinum er eini ósigur City í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!