Van Basten skammar Kromkamp!
Marco Van Basten landsliðsþjálfari Hollendinga er ekki sáttur við flakk Jan Kromkamp á milli liða í Evrópu og virðist ekki ætla að velja hann í landsliðshópinn fyrir HM.
Kromkamp fór frá AZ Alkmaar til Villareal í sumar og svo eins og kunnugt er fór hann skömmu síðar til Liverpool. Van Basten virðist þeirrar skoðunar að hann hafi átt að halda sig heima í Hollandi.
"Það er pirrandi að jafngóður leikmaður og Kromkamp hafi tekið svona vitlausar ákvarðanir. Það er dapurlegt þegar leikmaður klúðrar sínum málum á þennan hátt sem hjálpar landsliðinu lítið. Jan verður að taka sínar eigin ákvarðanir en hann ráðfærði sig ekki við mig en ég hefði veitt honum áheyrn mína."
Kromkamp hefur leikið 8 leiki fyrir Holland og verið í landsliðshópi Van Basten að öllu jöfnu fram að þessu en Van Basten valdi hann ekki í landsliðshópinn sem mætir Ekvador á miðvikudaginn.
Knattspyrnuáhugamenn hljóta að vera jafnhneykslaðir og Van Basten á kappanum að vera hjá smáliðinu Liverpool. Hann gæti auðvitað á næsta tímabili verið að spila með Jóhannesi Karli Guðjónssyni hjá Alkmaar frekar en plebba eins og Steven Gerrard!
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!