Sýnum hverjir eru Evrópumeistarar!
Steven Gerrard hefur skorað á félaga sína að sýna umheiminum hverjir eru Evrópumeistarar. Liverpool er marki undir eftir fyrri viðureignina gegn Benfica. Í kvöld dugar ekkert annað en að leggja Ernina frá Lissabob að vellli og það gerist ekki nema með samstilltu átaki innan vallar sem utan. Steven Gerrard og félagar hafa undirbúið sig vel undir leikinn og nú vill fyrirliðinn að allir taki nú saman höndum við að halda vörn Evrópubikarsins áfram.
,,Við verðum að sýna öllum af hverju við erum Evrópumeistarar. Við verðskulduðum að vinna titilinn á síðasta ári af því að við gáfumst aldrei upp. Nú er komið að stærstu prófraun okkar í keppninni á þessari leiktíð. Við höfum þá trú og það sjálfstraust sem til þarf til að ná þeim úrslitum sem við þurfum. Ég veit að það hljómar undarlega að reyna að finna eitthvað jákvætt við slæm úrslit. En þar sem við sátum í búningsherberginu eftir leikinn í Portúgal þá datt engum okkar í hug að við værum búnir að klúðra þessu.
Það er bara eitthvað við þetta lið, þessa stráka sem eru í liðinu og stuðningsmenn okkar. Allir þessir aðailar virðast næstum því njóta þess að vera í mótbyr. Við eigum á brattann að sækja núna og það er ástæðan fyrir því að við hlökkum svo mikið til leiksins í kvöld. Við vitum ekki fyrr en leiknum er lokið hvort sagan endurtekur sig. En á síðustu leiktíð reyndist okkur hjálp í því að berjast gegn andstreymi. Við verðum að leika hratt frá byrjun leiksins og reyna að skora mörk. Á sama tíma verðum við að vera á varðbergi með hvernig við högum leik okkar. En ég ér viss um að þið eigið eftir að sjá okkur upp á okkar besta í kvöld.
Við höfum líka stuðningsmenn okkar að baki okkur og það er mikil hjálp í þeim þegar þeir framleiða hávaða eins og þeir gera jafnan á Evrópukvöldum. Leikmennirnir tala enn um hvernig áhorfendur voru kvöldið sem við unnum Chelsea. Þá heyrðum við sönginn í þeim inn í búningsherbergið þremur stundarfjórðungum áður en leikurinn hófst. Það var gríðarlega mikil hjálp í áhorfendum og þeir eiga eftir að hjálpa okkur aftur í kvöld."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!