Mark spáir í spilin
Evrópubikarinn verður ekki varinn. En á sunnudaginn gefst síðasta tækifærið. Takist það ekki á sunnudaginn þá mun Liverpool aldrei geta gert þetta aftur. Það er nú eða aldrei fyrir Liverpool að vinna á Highbury heimavelli Arsenal! Liverpool spilar sem sagt í hinsta sinn á Highbury á sunnudaginn. Skytturnar kveðja hið fræga heimavígi sitt, sem þær hafa haft allt frá árinu 1913, og flytja sig um set á splunkunýjan leikvang sem er í grendinni. Í dag eru til dæmis aðeins fimmtíu og átta dagar þar til Highbury verður lagður af. Highbury er einn sögufrægasti leikvangur á Englandi og það verður viss eftirsjá í honum. En staðreyndin er sú að hann tekur ekki nógu marga áhorfendur. Nú tekur hann 38.419 og það er ekki hægt að stækka hann. Hluti hann er til dæmis á þjóðminjaskrá! En það væri sannarlega ekki amalegt fyrir Liverpool að ná að sigra í síðustu heimsókninni á Highbury.
Leikmenn Liverpool verða að rífa sig upp eftir vonbrigðin á miðvikudagskvöldið. Það gæti orðið erfitt því það var vissulega mikið áfall að falla úr leik fyrir Benfica. Ekki bætir úr skák á markaþurrðardraugurinn hangir yfir sóknarmönnum Liverpool. Fernando Morientes hefur ekki skorað frá því á aðventu. Djibril Cissé hefur ekki skorað frá því milli jóla og nýjárs. Peter Crouch hefur skorað eitt mark á árinu. Robbie Fowler hefur enn ekki skorað eftir endurkomuna. Reyndar hefur hann nú skorað þrjú mörk en þau hafa öll verið dæmd af honum jafnharðan. Markaþurrðin felldi Liverpool úr Meistaradeildinni. Til að Liverpool nái aftur keppnisrétti í þeirri keppni á næstu leiktíð þarf að kveða þennan draug niður og það sem fyrst.
Mark Lawrenson lék nokkrum sinnum á Highbury og hann þekkir því vel til þar. Hér liggur spá hans fyrir um síðasta leik Liverpool á Highbury.
Arsenal v Liverpool
Mér finnst það liggja í loftinu að þetta verði jafntefli. Ólíkt því sem Real MAdrid gerði þá mun Liverpool þétta miðjuna og treysta vörnina. Það mun gera leikmönnum Arsenal mjög erfitt fyrir. Ég myndi hiklaust veðja á að ekkert mark yrði skorað í þessum leik.
Úrskurður: Arsenal v Liverpool 0:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!