Í hnotskurn
Vörn Evrópubikarsins lauk með tapi gegn Benfica. Markaþurrð felldi Evrópumeistarana. En við eigum þó Evrópubikarinn um allan aldur! Þetta er leikur Liverpool og Benfica í hnotskurn.
- Vörn Evrópubikarsins, sem hófst um miðjan júlí, lauk.
- Liverpool á samt Evrópubikarinn sem liðið vann í Istanbúl því liðið vann hann til eignar eftir fimm sigra, 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005, í keppninni.
- Á vordögum verða nýir Evrópmeistarar krýndir í París. Þeir munu hampa nýjum bikar.
- Stórbikar Evrópu verður líka í bikarageymslum Liverpool fram í ágúst.
- Ekkert lið hefur varið Evrópubikarinn frá því keppnisfyrirkomulag Meistaradeildarinnar gekk í gildi á leiktíðinni 1992/93.
- Ronald Koeman, þjálfari Benfica, varð einu sinni Evrópumeistari á ferli sínum. Hann tryggði Barcelona sigur í keppninni árið 1992 þegar liðið lagði Sampdoria á velli 1:0 á Wembley. Hann skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu með bylmingsskoti eins og hann var frægur fyrir.
- Í félagsmerkjum beggja félaga eru fuglar. Gælunafn Benfica er Ernirnir. Fyrir leiki á heimavelli þeirra kemur oft örn fljúgandi inn á völlinn!
- Fuglinn í merki Liverpool hefur enn ekki sést í dýraríkinu! En glæsilegur fáni með Liver fuglinum var afhjúpaður á The Kop fyrir leikinn.
- Þetta var áttundi Evrópuleikur Liverpool og Benfica.
- Það reyndist ekki góðs viti að mæta Benfica í þetta skiptið. Þrívegis áður, 1978, 1984 og 1985, hafði Liverpool mætt liðinu og í öll skiptin leiddi það til sætis í úrslitaleik og tvívegis til sigurs í keppninni.
- Þetta var fjórtándi Evrópuleikur Liverpool á leiktíðinni frá því vörn Evrópubikarsins hófst í byrjun sláttar!
- Sami Hyypia gat ekki leikið vegna meiðsla. Fyrir leikinn var hann búinn að leika 57 Evrópuleiki í röð. Hann missti síðast af leik þegar Liverpool vann Dortmun 2:0 í riðlakeppni Meistaradeildarinnar haustið 2001.
- Þeir Antonio Barragan og Paul Anderson voru á varamannabekknum. Antonio lék einn leik fyrr á leiktíðinni en þetta var í fyrsta sinn sem Paul komst í aðalliðshópinn.
- Lánleysi Liverpool upp við mark Benfica var algjört. Boltinn hafnaði til dæmis tvívegis í tréverkinu.
- Það gekk ekki hjá Robbie Fowler að skora löglegt mark. Í þriðja sinn eftir endurkomuna skoraði hann að vísu. En í þriðja sinn dæmdi línuvörður markið af. Nú átti boltinn að hafa farið aftur fyrir endamörk.
- Fyrirliði Benfica Sabrosa Simao skoraði hins vegar mark. Það kaldhæðnislega við mark hans var að hann var næstum orðinn leikmaður Liverpool í ágúst á liðnu sumri.
- Stuðnigsmenn Benfica lyftu, líkt og heimamenn, treflum sínum þegar þjóðsögnurinn var sunginn fyrir leikinn.
- Stuðningsmenn Liverpool voru frábærir allt til loka leiksins. Þegar leið að leikslokum sungu þeir You´ll Never Walk Alone hástöfum. Það var án nokkurs vafa hápunktur leiksins!
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Traore, Warnock (Hamann 70. mín.), Garcia, Gerrard, Alonso, Kewell (Cissé 63. mín.), Morientes (Fowler 70. mín.) og Crouch. Ónotaðir varamenn: Dudek, Hyypia, Anderson og Barragan.
Gul spjöld: Peter Crouch, Xabi Alonso og Steven Gerrard.
Benfica: Moretto, Alcides, Luisao, Anderson, Leo, Robert (Ricardo Rocha 70. mín.), Beto, Manuel, Geovanni (Karagounis 60. mín.), Simao og Gomes (Miccoli 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Quim, Karyaka, Marcel og Nelson.
Gul spjöld: Laurent Robert og Nuno Gomes.
Mörk Benfica: Sabrosa Simao (36. mín.) og Fabrizio Miccoli (89. mín.)
Áhorfendur á Anfield Road: 42.745.
Maður leiksins: Steven Gerrard barðist eins og ljón allan leikinn og gerði hvað hann gat til að hvetja menn sína til dáða. En allt kom fyrir ekki.
Jákvætt :-) Höfum þetta hugfast! Til að hafa fallið úr keppni sem Evrópumeistarar varð Liverpool að vinna Evrópubikarinn. Það gerði liðið með ógleymanlegum hætti síðasta vor. Sá sigur verður aldrei tekinn af Liverpool og heldur ekki Evrópubikarinn! Liverpool lék nógu vel til að vinna leikinn með nægum mun til að slá Benfica úr leik en lið verða að nýta þau marktækifæri sem gefast til að vinna leiki. Stuðningsmenn Liverpool voru frábærir frá uppafi til enda leiksins.
Neikvætt :-( Vörn Evrópubikarsins lauk.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Liverpool byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og það var greinilegt að það var stefnt að því að skora sem fyrst. Leikmenn Liverpool voru mjög grimmir og gestirnir áttu í vök að verjast. Eftir tíu mínútur átti Peter Crouch skot utan vítateigs sem fór í varnarmann og small svo í stönginni. Jamie Carragher fékk mjög gott færi eftir hornspyrnuna sem fylgdi en skaut framhjá. Luis Garcia fékk svo opið færi fimm mínútum seinna. Hann komst inn á teiginn, einn gegn markverðinum, en skaut hátt yfir. Sóknir Liverpool buldu á vörn Benfica og varnarmenn þeirra höfðu í nógu að snúast. Á 25. mínútu kom enn eitt dauðafærið. Steven Gerrard sendi inn fyrir vörnina beint á Peter Crouch sem fékk boltann einn gegn markverðinum en skaut beint í hann. Líklega var þetta besta færi leiksins. Eftir hálftíma fékk Benfica sitt fyrsta færi þegar einn leikmanna þeirra átti skot utan vítateigs sem hafnaði í þverslá. Getirnir komst svo óvænt yfir á 36. mínútu. Varnarmönnum Liverpool tókst ekki að hreinsa frá. Boltinn endaði hjá Sabrosa Simao sem skoraði með frábæru langskoti algerlega óverjandi fyrir Jose Reina. Það var kaldhæðnislegt að þessi maður sem var nærri gengin til liðs við Liverpool í sumar skyldi skora. Markið sem köld vatnsgusa framan í leikmenn Liverpool en þeir gáfust ekki upp. Það var þó sama hvað reynt var. Ekkert gekk upp. Þetta sýndi sig best á lokamínútu hálfleiksins þegar skalli frá Jamie Carragher fór í stöngina. Það hefði ekki verið amalegt að fá jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik. Liverpool lék ekki eins vel eftir leikhlé og eftir því sem leið á hálfleikinn urðu menn vondaufari. Varnarmenn Arnanna vörðust með kjafti og klóm. Xabi Alonso átti fast langskot sem sem Moretto varði vel. Jamie Carragher átti svo skalla yfir. Liverpool náði svo loksins að jafna á 83. mínútu þegar Robbie Fowler skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu en línuvörðurinn dæmdi að boltinn hefði farið aftur fyrir endamörk þegar hornspyrnan var tekin. Leikmenn reyndu hvað þeir gátu allt til leiksloka en Fabrizio Miccoli skoraði, óvaldaður með laglegri hjólhestaspyrnu, eftir skyndisókn mínútu fyrir leikslok. Þar með voru örlög Liverpool endanlega ráðin.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!