Ekki hægt að áfrýja brottrekstri Alonso
Steve Bennett sá ekki af sér og mun því rauða spjald Xabi Alonso standa hvað sem tautar og raular. Rafa botnar hvorki upp né niður í þessu máli.
Liverpool getur ekki áfrýjað dómnum því að þetta var seinna gula spjaldið en ekki beint rautt. Steve Bennett hefði þurft að endurskoða ákvörðun sína og ógilda seinna gula spjaldið en hann hefur ekki gert það þannig að Alonso verður ekki með gegn Fulham.
Benitez sagði eftirfarandi: "Við ræddum við yfirmann dómaranna og hann sagði að dómarinn hefði þurft að breyta ákvörðun sinni [sem er nú of seint] og hann sagðist ekki ætla að gera það. Hvað er hægt að gera? Þið ættuð kannski að spyrja yfirmanna dómara að því. Að breyta ákvörðunum út frá myndbandsuppstökum í miðjum leik er ekki í anda leiksins en í þessu tilviki er ekki verið að breyta úrslitum leiksins heldur að leiðrétta mistök."
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen