Lokatölur gáfu ekki rétta mynd af leiknum
Coleman hrósaði sínu liði fyrir að hafa reynt að spila fótbolta og segir að sínir menn hafi reynt allt hvað þeir gátu til að gefa Liverpool erfiðan leik.
Coleman hafði þetta um leikinn að segja: ,,Þetta var frekar ósanngjarnt í lokin. Ég var fyrstur til að gagnrýna mitt lið á laugardaginn (eftir leikinn gegn Everton) en ég get það ekki í dag. Við áttum möguleika á því að jafna leikinn í 2-2 og ég get ekki verið reiður við strákana eftir það. Þetta var betri leikur en á laugardaginn."
,,Það er ekki hægt að koma hingað á Anfield og vona það besta. Maður verður að leika sama leik og Liverpool og það gerðum við. Við viljum meina að að hafi verið brotið á Wayne Bridge í aðdraganda þriðja marksins. Þetta lítur þannig út að okkur hafi verið slátrað því við hleyptum inn tveimur auðveldum mörkum í lok leiksins."
,,Við áttum slæma daga gegn Arsenal heima og Everton úti en mér fannst við standa okkur betur í kvöld. Ég er ekki tapsár, mér fannst við bara standa okkur mun betur."
Það er ekki hægt að vera ósammála Chris Coleman. Undirritaður hefur lesið pósta á erlendum vefjum frá stuðningsmönnum Liverpool sem voru á leiknum og skv. þeim var þó nokkuð óöryggi yfir leik Liverpool, einnig var það sjáanlegt heima í stofu fyrir þá sem sáu leikinn. En loksins gekk allt í haginn í sókninni og þó svo að vörnin hafi verið óörugg þá náðu Fulham menn ekki að skora nema eitt mark, þegar upp er staðið er það það sem telur.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!