Mark spáir í spilin
Það er skammt stórra högga á milli hjá Evrópumeisturunum. Í gær var farið í vel heppnaða ferð norður í land þar sem sigur vannst á Newcastle. Á morgun verður svo haldið suður í Miðlönd í átt að sjöunda F.A. bikartitlinum. Reyndar er nokkuð í þennan titil því Liverpool þarf að ryðja Birmingham City úr vegi til að komast í undanúrslitin og svo þarf að yfirstíga þá hindrun til að komast í úrslitaleikinn. Það þarf svo að vinna þann leik til að landa sjöunda bikarmeistaratitlinum. En þrátt fyrir að nokkuð sí í að landa honum þá hefur Liverpool ekki komist nær honum frá því liðið vann F.A. bikarinn síðast vorið 2001.
Liverpool á erfiðan leik framundan annað kvöld. Reyndar er Birmingham í mikilli fallbaráttu sem óvíst er að fái farsælan endi fyrir þá Bláu. En Liverpool hefur samt ekki náð að leggja Birmingham að velli síðustu tvær leiktíðir. Á síðustu leiktíð vann Birmingham báða leikina og á þessari skildu liðin jöfn í báðum deildarleikjunum. Rafael Benítez þarf því annað kvöld að brjóta blað á stjóraferli sínum ef þessari hindrun að F.A. bikarmeistaratitlinum á að vera rutt úr vegi.
Birmingham City v Liverpool
Ég fæ ekki séð hvernig Birmingham á að ná að skora í þessumleik. Liðið byrjaði slaklega gegn Tottenham um helgina og eftir slaka byrjun náði liðið sér aldrei á strik. Vörnin var líka slök gegn West Brom vikuna áður.
Á móti kemur að leikmenn Liverpool eru farnir að skora mörk aftur og ég held að liðið muni færa sér veikleika Birmingham í nyt. Ég get ekki séð að Birmingham náði að halda þeim í skefjum. Liverpool er með mjög sterkt lið. Samt hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora gegn sterkustu liðunum. En ég er smeykur um að miðað við gang mála það sem af er ári þá teljist Birmingham ekki til þeirra liða.
Það eina sem Birmingham hefur með sér fyrir þennan leik er að liðið hefur fengið einum degi meira í hvíld því Liverpool spilaði á sunnudaginn. En ég held að sú hvíld muni ekki vinna upp styrkleikamuninn sem er á liðunum
Úrskurður: Birmingham City v Liverpool. 0:2.
Fyrri rimmur í F.A. bikarnum
12. janúar 1907, 1.umferð. Liverpool 2-1 Birmingham C,
21. febrúar 1920, 3.umferð. Liverpool 2-0 Birmingham C,
21. febrúar 1925, 3.umferð. Liverpool 2-1 Birmingham C,
10. janúar 1931, 3.umferð. Liverpool 0-2 Birmingham C,
1. mars 1947, Átta liða úrslit. Liverpool 4-1 Birmingham C, Albert Stubbins skoraði þrennu og Jack Balmer skoraði eitt mark. Eitt markið sem Albert skoraði er fastsett í annála Liverpool.
7. janúar 1995, 3.umferð. Birmingham C 0-0 Liverpool,
18. janúar 1995, aukaleikur. Liverpool 1-1 Birmingham C, Jamie Redknapp skoraði mark Liverpool. Liverpool vann 2:0 í vítaspyrnukeppni og munu það sjaldgæf úrslit í vítaspyrnukeppni. Þeir Jamie Redknapp og Stig Inge Björnebye skoruðu fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppninni.
5. janúar 2002, 3. umferð. Liverpool 3-0 Birmingham C, Michael Owen skoraði tvívegis og Nicolas Anelka eitt. Þetta var fyrsta mark Frakkans fyrir Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!