Metsigur
Annálar Liverpool geyma mörg frægðarafrek frá stofnun félagsins. Það bætist nú ekki í þá annála á hverjum degi en stórsigur Liverpool gegn Birmingham í gærkvöldi fór beint í þá annála. Liverpool lagði Birmingham að velli 7:0 á St Andrews og sigurinn er sá stærsti sem Liverpool hefur unnið á útivelli í F.A. bikarkeppninni!
Hér má sjá stærstu útisigra Liverpool fá upphafi vega í öllum.
29. nóvember 2000. Stoke City:Liverpool. 0:8. Þessi leikur var í Deildarbikarnum. Mörk Liverpool: Christian Ziege 6, Vladimir Smicer 26, Markus Babbel 28, Robbie Fowler 39, Sami Hyypia 59, Danny Murphy 65, Robbie Fowler 82 og Robbie Fowler 85 víti.
29. febrúar 1896. Burton Swifts:Liverpool. 0:7. Þetta var deildarleikur. Mörk Liverpool: Frank Becton 3, Jimmy Ross 3 og John McCartney.
28. mars 1896. Crewe:Liverpool. 0:7. Þetta var deildarleikur. Mörk Liverpool: George Allan 3, Malcolm McVean 2, Frank Becton og Joe McQue.
21. mars 2006. Birmingham: Liverpool. 0:7. Þessi leikur var í F.A. bikarnum. Mörk Liverpool: Sami Hyypia (1. mín.), Peter Crouch (5. og 38. mín.), Fernando Morientes (59. mín.), John Arne Riise (70. mín.), Olivier Tebily sm. ( 77. mín.) og Djibril Cissé (89. mín.).
Stærsti sigur Liverpool í F.A. bikarkeppninni kom á hinn bóginn þann 9. janúar 1990. Liverpool vann þá Swansea City 8:0 á Anfield Road í aukaleik í 3. umferð keppninnar. Ian Rush skoraði þrennu, John Barnes skoraði tvívegis og þeir Steve Nicol, Ronnie Whelan og Peter Beardsley skoruðu eitt mark hver.
Stærsti sigur félagsins ef allar keppnir eru taldar kom í Evrópukeppni bikarhafa 17. september 1974 þegar Liverpool rústaði norska liðið Stromgodset 11:0 á Anfield Road. Þeir Phil Thompson 2, Phil Boersma 2, Tommy Smith, Peter Cormack, Emlyn Hughes, Steve Heighway,Ray Kennedy, Ian Callaghan og Alec Lindsay, víti sáu um mörkin í þessum stærsta sigri félagsins.
Það er skemmtilegt að þetta lið Liverpool hafi komið sér í metabækur félagsins með jafn glæsilegum hætti. Flest félagsmetin tilheyra jú fyrri árum. Vonandi gefur þessi metsetning núverandi leikmönnum félagsins sjálfstraust til frekari afreka.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!