Af skyggnigáfu
Stuðningsmenn Liverpool eru enn með bros á vör eftir metsigurinn gegn Birmingham City á þriðjudagskvöldið. Sigurinn, sem fór í annála Liverpool Football Club sem stærsti útisigur liðsins í þessar elstu bikarkeppni veraldar, var ef til vill nokkuð óvæntur hvað markatöluna áhrærði. En sigurinn og ýmis atvik leiksins virtist ekki koma öllum á óvart. Til dæmis spáði einn getspakur fyrir um mest allt það sem gerðist í leiknum á spjallborði vefsíðu BBC. Hér að neðan má sjá lista yfir fimm atvik sem sjáandinn sá fyrir.
- Það yrði skorað mark á fyrstu mínútu leiksins.
- Það yrðu skoruð þrjú mörk í fyrri hálfleik.
- Það yrðu skoruð fjögur mörk í síðari hálfleik.
- Sjötta markið yrði sjálfsmark.
- Djibril Cissé myndi skora mjög seint í leiknum eftir að hafa leikið í gegnum vörn Birmingham.
Enn veit engin hvort þessi magnaði sjáandi veðjaði á úrslit leiksins eða eitthvað af því sem hann sá fyrir því það er hægt að leggja peninga á alla skapaða hluti í Bretaveldi. Hafi hann gert það þá hefur hann örugglega bætt innistæðuna á ávísunareikningnum sínum all verulega. Nokkrir getspakir náðu að bæta á reikninginn sinn með því veðja á 7:0 sigur Liverpool fyrir leikinn. Bikarvegferð Liverpool hefur því reynst nokkrum búdrýgindi. Hver man til dæmis ekki eftir stóra vinningnum sem markið hans Xabi Alonso gaf af sér gegn Luton Town í 3. umferð keppninnar?
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!