Markaregn
Markatregðan er úr sögunni og nú hefur ríkt markaregn í síðustu leikjum Liverpool. Í síðustu þremur leikjum hafa Evrópumeistararnir skorað fimmtán mörk. En hvað breyttist í leik Liverpool þannig að mörkin koma nú á færibandi? Af hverju hefur mörkunum rignt eftir að Robbie Fowler skoraði fyrsta markið gegn Fulham í síðustu viku? Steven Gerrard ræddi þetta eftir metsigurinn gegn Birmingham á þriðjudagskvöldið.
,,Undanfarið höfum við legið undir ámæli fyrir að skora ekki nóg af mörkum en vonandi höfum við nú afsannað kenningar þeirra sem gagnrýndu okkur. Við erum mjög ánægðir með framgöngu okkar í kvöld. En það eina sem hefur breyst í sambandi markaskorun okkar er að núna er lánið með okkur. Við höfum alltaf verið að spila vel en sóknarmennirnir höfðu bara ekki heppnina með sér. Nú koma mörkin í röðum og við erum hæstánægðir með þann gagn mála."
Skýringin á betra gengi er sem sagt einfaldlega sú að heppnin er nú með sóknarmönnum Liverpool. Það er að minnsta kosti álit Steven Gerrard. Það er mikið til í þessu og vonandi verða heilladísirnar áfram í liði með sóknarmönnum Liverpool á laugardaginn þegar Everton kemur í heimsókn. Það er jú nauðsynlegt að hafa þær með sér ef vel á að ganga!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!