Mark spáir í spilin
Það er komið að seinni Mersybakkarimmunni. Liverpool vann þá fyrri á Goodison Park milli jóla og nýárs. Þeir Rauðu ætla sér auðvitað að vinna seinni rimmuna líka Hvað annað? Ná leikmenn Liverpool að viðhalda markaregninu sem ríkt hefur í síðustu leikjum? Eftir erfiða daga uppi við mark mótherja sinna opnuðust allar flóðgáttir gegn Fulham og fimm mörk litu dagsins ljós. Í næstu tveimur leikjum hafa leikmenn Liverpool bætt tíu mörkum við. Metsigurinn gegn Birmingham var sætur og í þeim leik gekk allt upp. Að minnsta kosti var skotnýting Liverpool með ólíkindum góð í þeim leik.
Þetta verður í 203. sinn sem leikmenn Liverpool og Everton takast á í grannaslag. Sem fyrr segir þá vann Liverpool sigur á Goodison Park fyrr á leiktíðinni. Liverpool vann þá öruggan sigur 3:1 og allt leit út fyrir að Everton myndi eiga fallbaráttu framundan. En þessi tapleikur fyrir Liverpool reyndist ákveðinn vendipunktur fyrir þá Bláu. Allt frá þessum leik hafa leikmenn Everton sótt í sig veðrið og mjakað sér upp töfluna. Liðið er nú komið upp fyrir miðja deild og Evrópusætin eru ekki langt undan.
Ýmsir hafa sagt að það sé langt um liðið frá því bæði lið hafa verið að leika jafn vel í aðdraganda Mersybakkarimmu. Bæði lið hafa verið að spila kraftmikinn sóknarleik í síðustu leikjum. Það eiga því margir von á opnari og fjörugri leik en leikir þessara fornu keppinauta eru oftast. Það á því eftir að koma í ljós hvernig leikurinn þróast þegar dómarinn flautar til leiks. Aðeins eitt er víst. Þeir tuttugu og tveir leikmenn liðanna, sem verða inni á vellinum, munu berjast eins og ljón frá upphafi til enda. Liverpool þarf að halda stöðu sinni meðal fjöurra efstu liða og besta ráðið til þess er að vinna sigur á Everton á morgun!!!
Liverpool v Everton
Ég fer bil beggja og spái jafntefli. Það er óratími liðin frá því þessi lið hafa verið í jafn frábæru formi fyrir grannaslag. Miðjumenn Everton hafa verið að leika mjög vel að undanförnu og ég á von á því að þeir veiti mótherjum sínum, á miðjunni hjá Liverpool, harða keppni. Í byrjun þessarar leiktíðar var eins og leikmenn Everton væru búnir að gleyma hvað gerði liðið svona gott á síðustu leiktíð. En liðið hefur gersamlega snúið við blaðinu frá því þá.
Úrskurður: Liverpool v Everton 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!