Rafael á von hörkuleik
Rafael Benítez á von á hörkuleik þegar Liverpool mætir Everton á Anfield Road í hádeginu í dag. Bæði lið mæta vel stemmd til leiks eftir gott gengi í síðustu leikjum. Rafael hefur nú stjórnað Liverpool í þrígang gegn Everton frá því hann tók við Liverpool. Fyrsti leikurinn tapaðist en seinni tveir leikirnir unnust. Rafael vill að liðið sitt mæti til leiks á sama hátt og í sigurleikjunum tveimur.
,,Liðið sem byrjar þessa leiki betur hefur mikinn hag af því. Við vorum betri en þeir á Anfield á síðustu leiktíð og verðskulduðum að vinna. Þegar við spiluðum gegn þeim fyrr á þessari leiktíð áttu þeir í miklum vandræðum og það var allt annar bragur á liðinu en nú er. Aftur byrjuðum við leikinn vel, náðum strax undirtökum og verðskulduðum sigurinn. Við vitum að við verðum að fara í þennan leik með sama hugarfari og sama krafti. Við verðum að láta hjartað ráða ferðinni jafn mikið og skynsemina. Þetta ætti verða góður grannaslagur og fólk ætti að sjá eitthvað af góðri knattspyrnu. Við erum að takst á við lið, sem líkt og við, er í góðu formi, hefur verið að skora mörk og er fullt sjálfstrausts."
Margir segja að það sé langt um liðið frá því bæði Liverpool og Everton hafa leikið jafn vel í aðdraganda Merseybakkarimmu. Þeir hinir sömu spá því miklu fjöri, góðri knattspyrnu og mörgum mörkum. Það kemur í ljós upp úr hádeginu hvort þessar spár ganga eftir. En það vantar að minnsta kosti ekkert upp á spennuna fyrir þess 203. rimmu þeirra Rauðu og Bláu!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!