Magnað afrek
Ástralinn Harry Kewell, sem innsiglaði sigur Liverpool á Everton í gær með glæsilegu marki, segir það hafa verið magnað afrek að leggja þá Bláu að velli. Harry skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni og lék líkt og allir félagar hans mjög vel. Sem fyrr segir innisglaði glæsimark hans sigur Liverpool í 203. Mersybakkarimmunni og um leið var tvöfaldur sigur Liverpool á Eveton á þessari leiktíð staðreynd!
,,Þetta var magnað afrek fyrir okkur og stuðningsmennina. Við vissum að við myndum eiga erfiðan leik framundan með fullskipað lið áður en brottreksturinn kom til. Við vissum að þetta yrði erfitt en við náðum að hafa okkur í gegnum um verkefnið. Það skipti öllu fyrir okkur að skora fyrsta markið. Svo settum við þá alveg út af laginu með því að bæta öðru marki fljótlega við. Þó svo að þeir kæmu til baka af krafti þá dugði það ekki."
Sigurinn í gær var 65. deildarsigur Liverpool gegn Everton sem hafa unnið 55 leiki. Liðin hafa skilið jöfn 54 sinnum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!