Fyrirliðinn hrósar sínum mönnum
Steven Gerrard var rekinn af velli eftir aðeins átján mínútur í Merseybakkarimmunni um helgina. Stuðningsmönnum Liverpool leist sannarlega ekki á blikuna þegar fyrirliðanum var gjört að yfirgefa vígvöllinn þegar orrustan stóð sem hæst. Steven fór vissulega illa að ráði sínu og fékk gul spjöld með aðeins 34 sekúndna millibili. Brottreksturinn þýddi að Liverpool varð að leika með tíu menn í sjötíu og tvær mínútur. Allt fór þó vel að lokum og Liverpool vann sætan sigur á Everton. Það var því ekki að undra að Steven væri mjög þakklátur félögum sínum eftir leikinn.
,,Ég er vonsviknari með fyrri bókunina en þá seinni. Það var heimskulegt af mér að láta bóka mig í fyrra skiptið. Í seinna tilvikinu hélt ég að hann ætlaði að skjóta og þess vegna tæklaði ég hann. Svona návígi eru bara hluti af grannarimmum. En hver einasti af strákunum drýgðu hetjudáð. Ég vildi ekki koma þeim í vandræði en þeir stóðu sig sannarlega frábærlega. Langtímunum saman var ekki hægt að sjá að við værum bara með tíu menn inni á vellinum. Ég á ekki næg orð til að veita strákunum það hrós sem þeir eiga skilið og þeir náðu sannarlega að láta mér líða betur þegar upp var staðið."
Liverpool vann Everton líka með tíu mönnum á Anfield Road á síðustu leiktíð. Milan Baros var þá rekinn af leikvelli en Liverpool vann samt 2:1. Stuðningsmenn Liverpool kyrjuðu líka að sitt lið þyrfti að eins tíu menn til að vinna!
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!