Sætur sigur í sætara lagi!
Það vantar ekki að það er alltaf sætt að leggja Everton að velli. En því verður ekki á móti mælt að sigurinn á laugardaginn var í sætara lagi. Það var því ekki að undra að Jamie Carragher væri kátur eftir leikinn.
,,Það er ekki nokkur vafi á því að sigurinn var í sætara lagi af því við lékum svo lengi með aðeins tíu menn. Þetta er leikur sem stuðningsmenn Liverpool ættu að tala um í mörg ár. Ástæðan er sú að flestir okkar hefðu verið ánægðir með 0:0 jafntefli þegar Stevie var rekinn út af. Ég hugsaði að við þyrftum bara að þrauka fram að hálfleik svo við gætum endurskipulagt leik okkar. Þess vegna veitti sjálfsmarkið okkur mikinn styrk og svo lékum við frábærlega í síðari hálfleik.
Skapstyrkur okkar færði okkur sigurinn. Þeir Xabi Alonso og Momo Sissoko áttu framúrskarandi leik fyrir okkur. Momo var gersamlega úti um allan völl. Hann er búinn að leika frábærlega í síðustu tveimur leikjum miðað við hversu lengi hann er búinn að vera frá. Maður tók ekki eftir því að við vorum að spila 10 gegn 11 því allir öxluðu sína ábyrgð. Xabi var valinn besti maður vallarins og ég held að það muni enginn mótmæla því áliti."
Vert er að hafa í huga að Jamie hélt með Everton í æsku! En hann er nú löngu vaxinn upp úr því!
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!