Öruggur sigur Evrópumeistaranna í Miðlöndunum
Evrópumeistararnir unnu nú síðdegis í dag öruggan sigur á West Bromwich Albion í Miðlöndunum og halda enn í vonina um annað sætið í deildinni. Jafnvel er möguleiki á því fyrsta nú þegar Chelsea er í lægð! Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleik með tveimur mörkum. Liðið hefur leikið betur að undanförnu en sigurinn og stigin voru fyrir mestu.
Liverpool byrjaði leikinn af krafti og tók forystu eftir aðeins sjö mínútur. Einn varnarmanna W.B.A. missti þá sendingu Xabi Alonso inn fyrir sig. Djibril Cissé var vel vakandi, náði boltanum og lék inn á teiginn. Hann sendi svo boltann fyrir markið á Robbie Fowler sem skoraði af öryggi frá markteig fyrir opnu marki. Liverpool réði lögum og lofum í fyrri hálfleik . Sóknir liðsins voru á köflum hraðar og kraftmiklar en samt náði liðið ekki að skapa sér þó ekki mörg opin færi. Varnarmaður komst þó fyrir skot frá Peter Crocuh á síðustu stundu áður en annað mark Evrópumeistaranna leit dagsins ljós sjö mínútum fyrir leikhlé. Jose Reina rúllaði þá boltanum út á Xabi Alonso. Spánverjinn leit upp og sendi svo stórkostlega sendingu fram völlinn. Boltinn fór yfir vörn heimamanna. Djibil Cisse var fljótur að átta sig. Hann stakk sér inn fyrir vörnina og náði boltanum. Hann lék svo á Tomasz Kuszczak markvörð W.B.A. og renndi boltanum í autt markið. Sendingin hjá Xabi, sem skóp markið, var stórfengleg frá einum vítateig teigi til annars. Leikmenn Liverpool gátu því gegnið ánægðir til hálfleiks.
Heimamenn, sem eru í mikilli fallbaráttu, léku mun betur eftir leikhlé en þeir komu vörn Liverpool sjaldan í vanda. Varamaðurinn Zoltan Gera átti þó tvö góð skot snemma í hálfleiknum en fóru bæði beint á Jose Reina sem varði í báðum tilfellum. Ungverjinn lífgaði upp á sóknarleik W.B.A. en varnarmenn Liverpool og Jose Reina voru staðráðnir í að halda markinu hreinu. Liverpool hefði getað aukið forystuna þegar Djibril Cissé skaut í hliðarnetið úr góðu færi eftir frábæra sendingu frá Mohamed Sissoko. Undir lokin skaut svo Fernando Morientes framhjá af stuttu færi eftir sendingu frá Harry Kewell. Leiknum lauk án þess að sóknarmönnum West Brom tækist að skora hjá Liverpool og eru nú tuttugu ár liðin frá því leikmenn W.B.A. fögnuðu síðast marki gegn Liverpool! Segi og skrifa tuttugu ár! Sigur Liverpool var öruggur og sanngjarn. Liverpool hefði örugglega getað bætt í en í þetta sinn var mikilvægast að tryggja stigin sem í boði voru.
West Bromwich Albion: Kuszczak, Albrechtsen, Watson (Clement 62. mín.),Curtis Davies, Robinson, Kamara (Gera 45. mín.), Johnson, Wallwork,Greening, Kanu (Campbell 62. mín.) og Ellington. Ónotaðir varamenn: Hoult og Kozak.
Liverpool Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Alonso,Sissoko, Kewell, Cissé (Kromkamp 78. mín.), Crouch (Morientes 71. mín.) og Fowler (Garcia 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Warnock.
Mörk Liverpool: Robbie Fowler (7. mín.) og Djibril Cissé (38. mín.).
Áhorfendur The Hawthorns: 27.576.
Rafael Benítez var ánægður með sigurinn og heldur enn í vonina um annað sætið í deildinni. ,,Við verðum að halda okkar striki til loka leiktíðarinnar og halda áfram að vinna leikina okkar. Það er ekki hægt að segja að það sé ómögulegt að ná öðru sætinu því maður veit aldrei hvað getur gerst. Við erum vissir um að halda þriðja sætinu en kannski getum við náð því öðru."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum