Mark spáir í spilin
Venjulega er knattspyrnan í brennidepli í Liverpool borg en um eina helgi á ári fær hún skæðan keppinaut um sviðsljósið. Núna er sú helgi að renna upp. Þetta er helgin sem hinar frægu Grand National veðreiðar fara fram í Aintree rétt við Liverpool. Reyndar hófust þær í gær og standa yfir helgina. Veðreiðar eru mjög vinsælar á Bretlandi en þessar eru þó vinsælastar af þeim öllum og Bretar leggja milljónir sterlingspunda undir þessa helgi. Ein aðalástæðan fyrir vinsældum þessara veðreiða er sú að aðalhlaup keppninnar er mjög langt með mörgum erfiðum hindrunum sem hestar og knapar þurfa að komast ýfir. Aðalhlaupið fer fram á morgun en þessi veðreiðahátíð stendur yfir alla helgina. Áður fyrr spiluðu Liverpool eða Everton jafnan heimaleiki sína, þessa helgi, á laugardagsmorgnum og luku leik áður en aðalhalupið fór fram í Aintree. En þetta gengur ekki lengur samkvæmt nútímalöggæslukröfum. Liðin í Liverpool leika því nú jafnan á sunnudögum um þessa helgi.
Þrátt fyrir veðreiðarnar þá spilar Liverpool nú samt um helgina. Evrópumeistararnir takast á við Bolton Wanderes á Anfield Road eftir matinn á sunnudaginn. Þetta verður ekki auðvelt verk því Bolton hefur reynst Liverpool erfiður ljár í þúfu á síðustu leiktíðum. Liðin skildu jöfn 2:2 í Bolton í upphafi ársins í miklum baráttuleik. Liverpool á enn von um annað sætið en til þess þarf Manchester Untied að misstíga sig. Það er kannski ekki mikil von um það því United elur enn von í brjósti um að skáka Chelsea. Bolton er líka í baráttu um Evrópusæti þannig að liðið mun ekki gefa neitt eftir á sunnudaginn. Ef Liverpool næði sigri á sunnudaginn færðist liðið enn nær því að tryggja sér eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar sem gefur kost á sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þó skal minnt á að sæti þrjú og fjögur gefa einungis rétt á þáttöku í undankeppni þeirrar ágætu keppni. Efstu tvö sætin gefa sjálfkrafa sæti í riðlakeppninni.
Liverpool v Bolton Wanderes
Bolton er í lægð. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og það er ljóst að liðið á erfitt uppdráttar. Sam Allardyce mun örugglega reyna að breyta liðinu eitthvað fyrir þennan leik. Liverpool er enn að reyna að ná United. Vonir þeirra um að ná þeim fara þó heldur þverrandi.
Úrskurður: Liverpool v Bolton Wanderes 2:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!