Í hnotskurn
Afmælisbarnið tryggði Liverpool dýrmætan sigur á pálmasunnudegi. Auðvitað kom Guð við sögu á þeim degi. Þetta er leikur Liverpool og Bolton Wanderes í hnotskurn.
- Leikurinn fór fram á sunnudegi því hinar frægu Grand National veðreiðar fóru fram á Aintree skeiðvellinum í nágrenni Liverpool daginn áður. Hesturinn Numbersixvalverde vann aðalhlaupið.
- Robbie Fowler varð 31. árs gamall.
- Robbie fagnaði afmæli sínu með því að skora sigurmarkið í leiknum. Hann varð þar með seytjándi leikmaðurinn í sögu Liverpool til að fagna afmælisdegi með marki.
- Það er góðs viti að skora á afmælinu sínu. Í síðustu átta skipti sem leikmenn Liverpool hafa skora á afmælinu sínu hefur Liverpool unnið leikinn.
- Þetta var þriðja mark Robbie fyrir Liverpool eftir endurkomuna.
- Robbie líkar vel að leika gegn Bolton. Þetta var sjötta mark hans gegn liðinu fyrir Liverpool. Svo man ég ekki betur en að hann hafi skorað þrennu gegn Bolton þegar hann lék með Leeds United.
- John Arne Riise lék sinn 250 leik með Liverpool. Norðmaðurinn hefur skorað 25 mörk í þessum leikjum.
- Xabi Alonso lék sinn 80. leik með Liverpool.
- Sammy Lee sneri aftur á sinn gamla heimavöll. Hann gerðist aðstoðarmaður Sam Allardyce fyrir þessa leiktíð. Hann er þó enn einn þjálfara enska landsliðsins. Sammy fékk auðvitað góðar viðtökum.
- El Hajdi Diouf lék ekki gegn sínu gamla félagi. Senegalinn var meiddur.
- Rafael Benítez gerði óvenjulega fáar breytingar á liði sínu frá sigrínum gegn W.B.A. í síðasta leik. Mohamed Sissoko vék úr liðinu og stöðu hans tók Steven Gerrard sem kom úr leikbanni.
- Liverpool hélt markinu hreinu í 32. sinn á þessari leiktíð. Liðið nálgast nú félagsmet í þessum efnum.
- Grikkinn Stelios Giannakopoulos lagði á dögunum sitt af mörkum við leit af Steven Cook stuðningsmanni Liverpool sem ekkert hefur spurst til frá því hann fór í frí til Krítar í september á síðasta ári. Stelios bað um upplýsingar um Steven á grískri sjónvarpsstöð og á hrós skilið fyrir það.
- Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu Robbie Fowler ákaft þegar hann fór af leikvelli. Það má heita að hver einasti maður hafi staðið á fætur og klappað fyrir afmælisbarninu.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Cisse (Garcia 45. mín.), Alonso, Gerrard, Kewell (Traore 88. mín.), Fowler (Hamann 75. mín.) og Crouch. Ónotaðir varamenn: Dudek og Sissoko.
Mark Liverpool: Robbie Fowler (45. mín.)
Gult spjald: Sami Hyypia.
Bolton: Jaaskelainen, Hunt, N´Gotty, Ben Haim, Gardner, Nolan, Speed, Faye (Campo 74. mín.), Giannakopoulos (Pedersen 53. mín.), Davies og Okocha (Jansen 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Walker og Borgetti.
Gult spjald: Abdoulaye Faye.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.194.
Maður leiksins: Robbie Fowler. Fyrir utan að skora sigurmarkið þá lék hann mjög vel í sókninni. Hann var skapandi og þjarmaði að varnarmönnum Bolton við hvert tækifæri. Markið minnti á gamla daga. Skotið var ekki fast en það var hnitmiðað og hafnaði í bláhorninu. Hann á sannarlega skilið að fá nýjan samning við Liverpool.
Jákvætt :-) Liverpool vann fimmta deildarleikinn í röð. Robbie Fowler skoraði dýrmætt mark og lék mjög vel í sókninni. Jose Reina og samverkamenn hans í vörn Liverpool héldu enn einu sinni marki sínu hreinu. Luis Garcia kom mjög sprækur til leiks eftir leikhlé. Varnarmenn Liverpool átti fullt í fangi með sóknir Bolton til að byrja með. En þeir héldu ró sinni í orrahríðinni. Það var gaman að sjá Dietmar Hamann á nýjan leik. Hann mun hafa verið meiddur að undanförnu.
Neikvætt :-( Ekki neitt til að tala um.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Gestirnir byrjuðu betur. Kevin Nolan, hinn harði stuðningsmaður Liverpool, komst í færi inn á teignum snemma leiks en náði ekki að vippa yfir Jose Reina. Eftir um átta mínútna leik fékk Bolton dauðafæri. Grikkinn Stelios Giannakopoulos slapp í gegnum vörn Liverpool. Hann lék inn á vítateiginn og skaut að marki en Jose Reina varði heldur laust skot hans vel. Liverpool gekk illa að koma sér í gang fram eftir öllum fyrri hálfleik. John Arne Riise átti bestu marktilraunina en hann skaut föstu skoti framhjá. Harry Kewell skaut svo hátt yfir rétt á eftir úr nokkuð góðu færi. Peter Crouch náði góðum skalla, undir lok hálfleiksins, eftir horn en boltinn fór beint á Jussi Jaaskelainen í markinu. Tíðindalitlum fyrri hálfleik virtist ætla að lykta án marka þegar komið var fram í viðbótartíma. Þá kom sending upp að vítateig Bolton. Robbie Fowler vann skallaeigvígi og skallaði til Peter Crouch. Peter lagði boltann aftur úr á Robbie sem skaut viðstöðulausu skoti utarlega úr teignum sem hafnaði neðst í hægra markhorninu. Mikill fögnuður braust út hjá stuðningsmönnum Liverpool en enginn fagnaði meira en afmælisbarnið sjálft sem stökk fast að því hæð sína í loft upp í fullum herklæðum. Leikmenn Bolton höfðu rétt tíma til að taka miðju áður en dómarinn flautaði til leikshlés. Sannarlega frábær endir á hálfleiknum! Luis Garcia kom inn fyrir Djibril Cissé í leikhléinu og hann færði aukið líf í sóknarleik Liverpool eftir leikhlé. Hann skaut í hliðarnetið í byrjun hálfleiksins. Það munaði svo aðeins harsbreidd að Xabi Alonso næði að auka forystuna á 52. mínútu þegar bylmingsskot hans hafnaði í stöng. Kevin Davis fékk eina færi gestanna í síðari hálfleik rétt á eftir. Hann komst upp að teignum en Jose Reina kom vel út úr markinu og náði að verja þegar Kevin hugðist vippa yfir hann. Liverpool hafði nú miklu betri tök á leiknum en fyrir leikhlé en það gekk ekki að bæta við marki. Peter Crouch fékk mjög gott færi þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka en hann skallaði beint á Finnan í marki Bolton eftir góða fyrirgjöf frá Harry Kewell. Harry tók svo góða rispu frá sínum vallarhelmingi þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum en hann skaut rétt framhjá. Gestirnir gáfust aldrei upp en sigur Liverpool var samt aldrei í hættu. Afmælisbarnið réði úrslitum og var það vel!
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!