| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Paul Anderson var hafnað af West Brom
Fyrir nokkrum árum hélt Paul Anderson að hann myndi aldrei ná að verða Úrvalsdeildarleikmaður eftir að West Bromwich Albion létu hann fara frá félaginu. Paul var sagt að hann myndi sennilega aldrei ná að verða atvinnumaður í fótbolta.
Flestir þekkja sögu Paul á þessu tímabili, hann kom í skiptum frá Hull fyrir John Welsh og hefur staðið sig hreint frábærlega með unglinga- og varaliði Liverpool síðan þá. Paul er ein ástæðan fyrir því að unglingalið Liverpool er komið í úrslit gegn Manchester City í FA Youth Cup eins og hún heitir.
Þetta er í fyrsta skipti í 10 ár síðan Liverpool komst í úrslit, síðast gerðist það árið 1996 og þá voru Jamie Carragher og Michael Owen stærstu stjörnur unglingaliðsins. Liverpool leikur fyrri leik sinn á Anfield í dag og það er mikil spenna fyrir leikinn.
Paul hefur bankað á dyrnar hjá aðalliðinu á þessu tímabili og var á bekknum í seinni leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni á Anfield. Það er langt stökk að vera á bekknum hjá Liverpool og frá því að honum var sagt að hann yrði aldrei atvinnumaður í fótbolta.
Paul sagði: ,,Eftir vonbrigðin hélt ég að ég myndi ekki vilja halda þessu áfram. Ég var ekki viss hvort ég vildi verða fótboltamaður. En pabbi sá til þess að ég beit í skjaldarrendur og gaf allt sem ég átti."
,,Ég væri ekki hjá Liverpool ef hans nyti ekki við. Hann var lærlingur hjá Hull en hafði kannski ekki rétta viðhorfið til að komast alla leið. Þegar hann sá að efinn var að læðast að hjá mér þá stóð hann við bakið á mér og gaf mér góð ráð."
Flestir þekkja sögu Paul á þessu tímabili, hann kom í skiptum frá Hull fyrir John Welsh og hefur staðið sig hreint frábærlega með unglinga- og varaliði Liverpool síðan þá. Paul er ein ástæðan fyrir því að unglingalið Liverpool er komið í úrslit gegn Manchester City í FA Youth Cup eins og hún heitir.
Þetta er í fyrsta skipti í 10 ár síðan Liverpool komst í úrslit, síðast gerðist það árið 1996 og þá voru Jamie Carragher og Michael Owen stærstu stjörnur unglingaliðsins. Liverpool leikur fyrri leik sinn á Anfield í dag og það er mikil spenna fyrir leikinn.
Paul hefur bankað á dyrnar hjá aðalliðinu á þessu tímabili og var á bekknum í seinni leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni á Anfield. Það er langt stökk að vera á bekknum hjá Liverpool og frá því að honum var sagt að hann yrði aldrei atvinnumaður í fótbolta.
Paul sagði: ,,Eftir vonbrigðin hélt ég að ég myndi ekki vilja halda þessu áfram. Ég var ekki viss hvort ég vildi verða fótboltamaður. En pabbi sá til þess að ég beit í skjaldarrendur og gaf allt sem ég átti."
,,Ég væri ekki hjá Liverpool ef hans nyti ekki við. Hann var lærlingur hjá Hull en hafði kannski ekki rétta viðhorfið til að komast alla leið. Þegar hann sá að efinn var að læðast að hjá mér þá stóð hann við bakið á mér og gaf mér góð ráð."
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan