| Grétar Magnússon
Rafa Benitez fékk góða afmælisgjöf á 46 ára afmælisdegi sínum í dag þegar Liverpool unnu Blackburn Rovers á Ewood Park. Fjórða mark Robbie Fowler frá því að hann gekk til liðs við Liverpool að nýju dugði til sigurs.
Nú munar aðeins þremur stigum á Liverpool og Manchester United og eiga þeir síðarnefndu leik til góða gegn Tottenham á White Hart Lane á morgun.
,,Við erum að leggja hart að okkur, erum að spila vel og vinnum leiki," sagði Benitez. Það er ekki hægt að segja að þessi sigur hafi verið öruggur en ég er ánægæður."
,,Okkar hugmynd var að vera þéttir fyrir, nota plássið bak við vörn þeirra og beita skyndisóknum, sérstaklega í seinni hálfleik vegna þess að við vorum að spila við líkamlega sterkt lið sem notar mikið af háum sendingum inní okkar vítateig. Það var mjög gott að halda markinu enn og aftur hreinu. Það er gott fyrir liðið og allir lögðu hart að sér, meira að segja framherjarnir; Morientes, Fowler og Cisse. Það er leiðin til þess að halda hreinu."
Um sigurmarkið umdeilda sagði Rafael Benitez: ,,Ég hef ekki séð endursýningu. Þetta var innkast og ég sagði John (Arne Riise) að koma boltanum fljótt í leik. Cisse snerti aldrei boltann en reglan um rangstöðu þarfnast breytinga við því þetta gerir dómurum lífið leitt."
Rafa bætti því við að lokum að Steven Gerrard hafi ekki verið vegna tognunnar í lærvöðva en staðfesti jafnframt að hann verði leikfær fyrir undanúrslitaleikinn gegn Chelsea um næstu helgi.
Þess má líka til gamans geta að Pepe Reina setti nýtt met í dag með því að vera aðeins búinn að fá á sig 29 mörk í fyrstu 50 leikjum sínum með Liverpool. Gamla metið átti Ray Clemence og var það 32 mörk í fyrstu 50 leikjunum. Jose Reina er því enn og aftur að skrá nafn sitt í sögubækur Liverpool.
TIL BAKA
Rafa ánægður með sigurinn gegn Blackburn

Nú munar aðeins þremur stigum á Liverpool og Manchester United og eiga þeir síðarnefndu leik til góða gegn Tottenham á White Hart Lane á morgun.
,,Við erum að leggja hart að okkur, erum að spila vel og vinnum leiki," sagði Benitez. Það er ekki hægt að segja að þessi sigur hafi verið öruggur en ég er ánægæður."
,,Okkar hugmynd var að vera þéttir fyrir, nota plássið bak við vörn þeirra og beita skyndisóknum, sérstaklega í seinni hálfleik vegna þess að við vorum að spila við líkamlega sterkt lið sem notar mikið af háum sendingum inní okkar vítateig. Það var mjög gott að halda markinu enn og aftur hreinu. Það er gott fyrir liðið og allir lögðu hart að sér, meira að segja framherjarnir; Morientes, Fowler og Cisse. Það er leiðin til þess að halda hreinu."
Um sigurmarkið umdeilda sagði Rafael Benitez: ,,Ég hef ekki séð endursýningu. Þetta var innkast og ég sagði John (Arne Riise) að koma boltanum fljótt í leik. Cisse snerti aldrei boltann en reglan um rangstöðu þarfnast breytinga við því þetta gerir dómurum lífið leitt."
Rafa bætti því við að lokum að Steven Gerrard hafi ekki verið vegna tognunnar í lærvöðva en staðfesti jafnframt að hann verði leikfær fyrir undanúrslitaleikinn gegn Chelsea um næstu helgi.
Þess má líka til gamans geta að Pepe Reina setti nýtt met í dag með því að vera aðeins búinn að fá á sig 29 mörk í fyrstu 50 leikjum sínum með Liverpool. Gamla metið átti Ray Clemence og var það 32 mörk í fyrstu 50 leikjunum. Jose Reina er því enn og aftur að skrá nafn sitt í sögubækur Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan