Riise um leikinn gegn Chelsea
John Arne Riise segir að sjálfstraustið sé mikið í herbúðum Liverpool fyrir leikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Hann vonar að sjálfsögðu að sagan frá því í fyrra endurtaki sig.
Riise sagði: ,,Fyrir hvern leik er ég sigurviss en þó sérstaklega núna. Liðið lítur vel út og ég held að stjórinn sé að vinna frábært starf með leikmönnunum."
,,Rafa veit nákvæmlega hvað hann vill frá liðinu og honum tekst að koma skilaboðum sínum til skila út á völlinn. Allir leikmennirnir eru með meira sjálfstraust í sínu spili núna."
Við erum nokkuð vissir um að við fáum ekki mörg mörk á okkur því að við erum svo sterkir í vörninni og framávið erum við að skora mörk."
Um andstæðingana hafði Riise þetta að segja: ,,Ég held að Mourinho sé með fulla stjórn á aðstæðum. Tvennan er raunhæfur möguleiki hjá Chelsea og nú þegar Meistaratitillinn er nokkurnveginn í höfn mun hann líta á þennan leik sem stórleik fyrir sitt lið."
,,Það er synd að þessi tvö stórlið eru að mætast í undanúrslitum. Þetta ætti að vera úrslitaleikur en það varð því miður ekki þannig og við verðum einfaldlega að vinna þá til að komast í úrslitaleikinn."
Síðan að Riise kom til Liverpool frá Monaco árið 2002 hefur hann ekki átt góðu gengi að fagna í FA Bikarnum og leikurinn á laugardaginn er fyrsta tækifæri Riise til að spila í undanúrslitum keppninnar og hann hlakkar til.
,,Ég sagði það áður en tímabilið byrjaði að ég vildi að við myndum standa okkur vel í FA Bikarnum því síðan ég kom til liðsins hefur liðið ekki komst langt í keppninni."
,,Þetta er frægasta bikarkeppni í heimi. Í Noregi er þetta massív keppni, allir horfa á og þetta verður vonandi góð reynsla að spila þennan leik."
Á sama tíma í fyrra voru Liverpool og Chelsea að undirbúa sig fyrir undanúrslitaleik í Meistaradeild Evrópu. Þeir leikir urðu eftirminnilegir fyrir stuðningsmenn Liverpool og Riise vonast að sjálfsögðu eftir því að sagan endurtaki sig.
,,Undanúrslitaleikirnir gegn Chelsea í Meistaradeildinni var stórleikur. Það var frábært að vinna og vonandi getum við gert það aftur. Þetta verður enn einn stórleikurinn okkar á milli."
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur